Howard Varnarmaður ársins
21.4.2010 | 13:25
Annað árið í röð var miðherjinn Dwight Howard valinn varnarmaður ársins í NBA-körfuboltanum.
Hann er frábær varnarmaður, eins og flestir körfuboltaunnendur vita, en hann er með 13,2 fráköst og 2,8 varin skot að meðaltali í leik, sem eru flest fráköst g varin skot á tímabilinu (að meðaltali) og hann hefur náð því síðustu tvö árin.
Einungis hafa fjórir leikmenn náð þessu afreki, að undantöldum Howard, sem eru Bill Walton, Kareem Abdul-Jabbar, Hakeem Olajuwon og Ben Wallace
Howard er 24 ára og varð í fyrra yngsti maðurinn til að vera valinn varnarmaður ársins. Hann hefur þegar markað sér sess sem besti miðherji deildarinnar og mun sennilega halda þeim sessi lengi, alla vega hvað varðar varnarleikinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning