Úrslit næturinnar - Lakers unnu Thunder

phil_jacksonOklahoma City Thunder heimsóttu Los Angeles Lakers í Staple Center í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers-menn áttu leikinn nánast allan tímann, en aldrei komust OKC yfir í leiknum. Þó voru Lakers nánast aldrei yfir með meira en 10 stigum, og unnu leikinn með 8 stigum, 87-79.

Kobe Bryant skoraði einungis 21 stig í leiknum, en stigaskor Lakers var mun dreifðara en vanalega. Derek Fisher skoraði 11 stig, Pau Gasol 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og Andrew Bynum skoraði 13 stig, tók 12 fráköst og varði 4 skot. jason_richardson

Þá unnu Portland Trail Blazers mjög mikilvægan útisigur á Phoenix Suns, 100-105.

Framherji Portland, Nicolas Batum, kom verulegaa óvart í leiknum, þar sem hann skoraði 18 stig og tók 5 fráköst (meðaltal: 10 stig+4 fráköst). Andre Miller átti einnig stórkostlegan leik, en hann skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og reif niður 5 fráköst.

Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 25 stig, auk þess sem hann gaf 9 stoðsendingar. Channing Frye kom sterkur inn af bekknum með 12 stig og 7 fráköst.

Allir leikir næturinnar eru eftirfarandi:

LA Lakers 87 - 79 Oklahoma City
Orlando 98 - 89 Charlotte
Dallas 100 - 94 San Antonio
Phoenix 100 - 105 Portland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband