Jordan rekinn frá Sixers

eddie_jordanEddie Jordan var í dag rekinn úr þjálfarastóli Philadelphia 76ers eftir eitt ár, sem einkenndist umfram allt af vonbrigðum.
 
Jordan tók við Sixers eftir að hann var rekinn frá Washington Wizards, og átti að hrista saman leikmannahópinn sem samanstóð af nokkrum efnilegum leikmönnum í bland við reyndari kappa sem höfðu ekki sýnt hvað í þeim bjó, og stjörnunar Andre Iguodala og Elton Brand.
 
Skemmst frá að segja stóð ekki steinn yfir steini hjá liðinu þar sem leikskipulag og innáskiptingar Jordans fóru í taugarnar á leikmönnum, forsvarsmönnum liðsins og ekki síst stuðningsmönnunum. Sixers höfðu farið tvö ár í röð inn í úrslitakeppnina en voru hvergi nærri því í ár þar sem þeir unnu aðeins 27 leiki.
 
Jordan og framkvæmdastjórinn Ed Stefanski tóku áhættuna á að fá gömlu hetjuna Allen Iverson til liðs við sig, en þrátt fyrir að Iverson hafi verið óvenju stöðugur andlega framan af dvölinni slitnaði upp út samstarfi þeirra.
 
„Það sem ég hélt að myndi gerast varð ekki að raunveruleika, ég tók ranga ákvörðun,“ sagði Stefanski um ráðningu Jordans, sem fær greiddar út þær $6 milljónir sem eftir eru á þriggja ára samningi.
 
Stefanski neitar því þó að nú þurfi að huga að uppbyggingu.
 
„Við þurfum ekki að byrja upp á nýtt. Við tókum bara skref afturábak,“ sagði hann, en játaði þó að einhverjar hræringar yrðu gerðar á leikmannahópnum.
 
Orðrómur var uppi í vetur um að Sixers væru að bjóða Iguodala í skiptum, en ekkert varð úr því, en hann gæti hugsanlega verið á leið frá félaginu í sumar.
 
Annar þjálfari sem var talinn ansi valtur í sessi er John Kuester hjá Detroit Pistons, en liðið er utan úrslitakeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2001. Þeir unnu aðeins 27 leiki, líkt og Sixers, og er það versti árangur liðsins frá árinu 1993-94.
 
Forseti Pistons, Joe Dumars, sagði tvímælalaust að Kuester yrði með liðið á næsta ári og kenndi meiðslavandræðum um slælegt gengi í ár. Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Ben Gordon voru á meðal þeirra sem voru langtímum frá keppni.
 
Þá er framhaldið hjá Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics, í óvissu, en hann mun taka ákvörðun um framhald feril síns í lok leiktíðar.

Frétt tekin af www.karfan.is.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband