Coby Karl og Brian Butch til Nuggets

Brian ButchBakvörðurinn Coby Karl og miðherjinn Brian Butch sömdu við Denver Nuggets í gær. Karl ætti að þekkja ágætlega til Nuggets, þar sem hann spilaði fyrir þá í sumardeildinni, og svo er pabbi hans, George Karl, þjálfari liðsins.

Butch spilaði fyrir Bakersfield Jam í "D-league", eða B-deild NBA. Þar skoraði hann 17,7 stig og reif 11,9 fráköst að meðaltali í leik. Hann spilaði svo með Wisconsin-skólanum í háskólabolta.

Karl hefur komið vel á óvart í vetur, en hann hefur verið á svolitlu flakki. Hjá Cleveland Cavaliers, þar sem hann byrjaði leiktíðina, skoraði hann 0,0 stig að meðaltali í þremur leikjum. Hjá Golden State Warriors skoraði hann 7,0 stig, 3,8 stoðsendingar 4,0 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum.

Tímabilið 2007-08 skoraði hann 1,8 stig að meðaltali í leik fyrir Los Angeles Lakers, en hann spilaði einnig fyrir þá í fyrra, þó hann hafi aðeins setið á bekknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband