Söguhornið: John Stockton

John_Stockton 

John Houston Stockton var fæddur í Spokane, í Washington, en foreldrar hans hétu Clementine Frei og Jack Stockton. Hann sótti grunnskóla í St Aloysius og var í menntaskólanum Gonzaga Prep. Þegar hann útskrifaðist þaðan fór hann ekki langt, því hann gekk í Gonzaga-háskólann, í heimabæ sínum, og skoraði 20,9 að meðaltali í leik stig á lokaári hans í skólanum.

John Stockton var valinn sextándi í nýliðavalinu árið 1984 af Utah Jazz, en áður en hann var valinn voru menn eins og Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Charles Barkley, Otis Thorpe og Alvin Robertson. Það tímabil (1984-1985) skoraði hann 5,6 stig í leik og gaf 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Tímabilið 1987-88 var hann síðan mun betri, með 14,7 stig og 13,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á tímabilunum á milli nýliðatímabils hans og 1988 var árangurinn ekki mjög vaxandi hjá honum.

Einungis þrjú tímabil spilaði hann ekki 82 leik (1989-90: 78 leikir 1997-98: 64 leikir 1998-99: 50 leikir) en hann spilaði allan sinn feril með Utah Jazz, og var að mestu undir stjórn sama þjálfarans í NBA-deildinni.

Stockton komst í sumar inn í frægðarhöll NBA, eða Hall of Fame og var væntanlega ánægður með það. Yfir ferilinn skoraði hann 13,1 stig og gaf 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann á metið yfir flestar stoðsendingar (15,806) og í stolnum boltum (3,265), auk þess sem hann skoraði 19,711 stig á ferlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband