Úrslit næturinnar - Bulls unnu Cavs

rose+williamsLítið var um að vera í NBA-körfuboltanum í nótt, en þó spennandi og skemmtilegir leikir.

Chicago Bulls eru nú jafnir Toronto Raptors í áttunda sæti Austurstrandarinnar eftir eins stigs sigur á Cleveland Cavaliers, 109-108.

LeBron James tók sér frí frá leiknum og var það mikill missir fyrir liðið, en auðvitað áttu Bulls áttu svo sannarlega skilið að vinna leikinn.

Þrír leikmenn í liði Bulls voru með tvöfalda tvennu (Deng: 22/10Rose: 24/10 Noah 17/15) og auk þess var Brad Miller nálægt tvennu með 12 stig og 6 fráköst.

Þá unnu Denver Nuggets unnu tveggja stiga sigur á Los Angeles Lakers en Carmelo Anthony bjargaði deginum fyrir þá.

Kobe Bryant tók sér frí eins og LeBron, auk þess sem Andrew Bynum var ekki með Lakers-liðinu. Frakkinn Johan Petro hefur stimplað sig ágætlega inn í byrjunarlið Nuggets eftir að Kenyon Martin meiddist, en hann var með 2 stig og7 fráköst á 18 mínútum í nótt.

Carmelo var með 31 stig hjá Nuggets og á eftir honum kom stórskyttan J.R. Smith með 27 stig. Stigahæstur hjá Lakers var Pau Gasol með 26 stig.

Þess má geta að einn leikur í viðbót fór fram í nótt, Sacramento Kings-Los Angeles Clippers, en hann fór 116-94 fyrir Kings. Tölfræði leiksins má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband