NBA í nótt: Lakers heimsækja Nuggets

Nuggets og Lakers etja kappi í nóttMeistarar Los Angeles Lakers mæta í nótt Denver Nuggets, en Nuggets hafa unnið þrjá leiki í röð.

Lakers hafa einungis unnið einn leik af þeim þremur sem liðin hafa keppt, og var það sá eini sem var eitthvað spennandi, en hann fór 95-89 fyrir Lakers.

Lakers eru í fyrsta sæti Vestursins þrátt fyrir slappt gengi að undanförnu, 6 sigrar og 4 töp í síðustu 10 leikjum, en Nuggets eru í þriðja sæti Vestursins þrátt fyrir enn verra gengi upp á síðkastið, eða 5 sigrar og 5 töp í síðustu 10 leikjum.

Þá taka Sacramento Kings á móti Los Angeles Clippers, ognocioni+davisbæði liðin eru í baráttu um 10-12 sætið svo mikil stemning verður á leiknum, en sem stendur eru Kings í 14. sæti og Clippers í 12. sæti, en bæði liðin eru í Vestrinu.

Tyreke Evans er stigahæstur í liði Kings, með 20,0 stig að meðaltali í leik, auk þess sem hann skilar 5,3 fráköstum og 5,8 stoðsendinum í leik.

Hjá Clippers er Chris Kaman stiga- og frákastahæstur, auk þess sem hann er með flest varin skot að meðaltali í leik hjá þeim, eða 1,2. Hann er með 18,3 stig og 9,4 fráköst í leik.

 james+hinrich
Í þriðja og síðasta leik næturinnar mætast Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls.

Cavaliers eru langefstir á NBA-listanum með 61 sigur g 17 töp, en eru í 9. sæti Austursins með 37 sigra og 40 töp. Hins vegar eru Toronto, í því áttunda aðeins einum leik á undan Bulls, svo Cavs og Bulls gætu mæst í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Bulls hafa unnið einn af þeim þremur leikjum sem liðin hafa keppt á tímabilinu, og hann unnu þeir með einu stigi, 85-86.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband