Duke meistarar í háskólaboltanum (NCAA)

Duke meistarar í NCAAÖskubuskuævintýrið hjá Butler-háskólanum er á enda, en March Madness lauk í nótt með hörkuspennandi úrslitaleik Duke og Butler.

Bryan Zoubek, miðherji Duke náði frákasti undir körfu liðs síns þegar 3,6 sekúndur voru eftir af leiknum, eftir geigað skot frá leikmanni Butler, Gordon Hayward.

Brotið var af Zoubek og hann fór á vítalínuna. Hann hitti úr fyrra vítinu, en reyndi síðan augljóslega að brenna af því síðara. Staðan var 61-59, Duke í vil.

Hayward, sem var ný búinn að brenna af skoti, náði frákastinu, fékk hindrun frá samherja sínum, svo hann næði fríu skoti, skaut frá miðju fyrir leiknum og skotið fór í spjaldið, hringinn og af.

Sem sagt eru Duke meistarar í háskólaboltanum árið 2010, og í fjórða sinn í sögu skólans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband