Úrslit næturinnar - Spurs unnu Thunder

Úrslit næturinnar San Antonio Spusr unnu Oklahoma Thunder í nótt, en leikurinn var í járnum allan tímann. Leikurinn endaði 96-99 fyrir Spurs.

George Hill átti stórkostlegan leik fyrir þá svartklæddu með 27 stig en Kevin Durant blómstraði í stigaskorinu og skoraði 45 stig.

Þess má einnig geta að Boston Celtics töpuðu fyrir Utah Jazz, 110-97, þar sem C.J. Miles skoraði 23 stig fyrir Jazz.

New Orleans Hornets unnu Dallas Mavericks með 16 stigum, 99-115, þar sem Chris Paul sneri aftur eftir langa dvöl á hliðarlínunni.

Dirk Nowitzki náði sér engan veginn á strik þar sem hann skoraði 16 stig og tók 5 fráköst, en í skarð hans fyllti bakvörðurinn Jason Terry með 24 stig sem dugðu þó ekki, því nýliðinn Marcus Thornton skoraði 28 stig fyrir Hornets.

Í einum af mest spennandi leikjunum unnu Milwaukee Bucks ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks. John Salmons lét ekki mikið í sér heyra í fyrri hálfleik, en í þeim seinni hitnaði hann og setti 32 stig niður í leiknum.

Philadelphia 93 Orlando 109
New Jersey 89 Miami 99
Oklahoma City 96 San Antonio 99
Milwaukee 98 Atlanta 95
New Orleans 115 Dallas 99
Chicago 98 Houston 88
Minnesota 100 Toronto 106
Utah 110 Boston 97
Sacramento 85 Memphis 102
Golden State 131 Phoenix 133

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G-Hill Jr. er frábær leikmaður!

Kalli 24.3.2010 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband