Úrslit næturinnar - Spurs unnu Thunder
23.3.2010 | 17:10
San Antonio Spusr unnu Oklahoma Thunder í nótt, en leikurinn var í járnum allan tímann. Leikurinn endaði 96-99 fyrir Spurs.
George Hill átti stórkostlegan leik fyrir þá svartklæddu með 27 stig en Kevin Durant blómstraði í stigaskorinu og skoraði 45 stig.
Þess má einnig geta að Boston Celtics töpuðu fyrir Utah Jazz, 110-97, þar sem C.J. Miles skoraði 23 stig fyrir Jazz.
New Orleans Hornets unnu Dallas Mavericks með 16 stigum, 99-115, þar sem Chris Paul sneri aftur eftir langa dvöl á hliðarlínunni.
Dirk Nowitzki náði sér engan veginn á strik þar sem hann skoraði 16 stig og tók 5 fráköst, en í skarð hans fyllti bakvörðurinn Jason Terry með 24 stig sem dugðu þó ekki, því nýliðinn Marcus Thornton skoraði 28 stig fyrir Hornets.
Í einum af mest spennandi leikjunum unnu Milwaukee Bucks ótrúlegan sigur á Atlanta Hawks. John Salmons lét ekki mikið í sér heyra í fyrri hálfleik, en í þeim seinni hitnaði hann og setti 32 stig niður í leiknum.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 25.3.2010 kl. 13:28 | Facebook
Athugasemdir
G-Hill Jr. er frábær leikmaður!
Kalli 24.3.2010 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning