Úrslit næturinnar - Carmelo með 45 stig í tapi Nuggets

Carmelo AnthonyHouston Rockets unnu Denver Nuggets í nótt, 125-123, þar sem Carmelo Anthony skoraði 45 stig og reif niður 10 fráköst. Í liði Rockets var Aaron Brooks með 31 stig og 9 stoðsendingar.

Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann, en stærsti munurinn var 16 stig (Houston). Louis Scola skoraði jöfnunarkörfu leiksins þegar um hálf mínúta var eftir (123-123) og tók síðan frákast eftir sveifluskot hjá Nene Hilario sem geigaði, gaf á Aaron Brooks og hann fékk tvo skot (1/2).

Los Angeles Lakers unnu enn einn spennusigurinn á Golden State Wrriors, en nú fór leikurinn 121-124.

Steph Curry skoraði 29 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en hann var með 5 af 9 í þriggja stiga skotum. Kobe Bryant skoraði 29 stig, en auk þess tapaði hann 9 boltum.

Philadelphia 84 New York 94
Boston 119 Detroit 93
Houston 125 Denver 123
Utah 112 Washington 89
Golden State 121 LA Lakers 124
LA Clippers 100 New Orleans 108

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband