Hughes kominn á samning - Fær hann að spila hjá Bobcats?
14.3.2010 | 18:13
Charlotte Bobcats sömdu í gær við skotbakvörðinn Larry Hughes, en honum hefur gengið erfiðlega að fá að spila undanfarið.
Honum var skipt með Ben Wallace til Chicago Bulls tímabilið 2007-08, þaðan til New York Knicks í fyrra, núna rétt fyrir lokun á skiptaglugganum til Sacramento Kings, og síðan semur hann við Charlotte.
Já, síðustu ár hafa verið erfið hjá honum, en hann á svo sem alveg að þekkja það að flytja.
Þess má geta að Gerald Wallace, stjarna liðsins, er meiddur og ekki er búist við honum á næstu dögum, svo Hughes gæti komið í stöðu hans og gert góða hluti, þó svo að hann hafi ekkert verið að "brillera" að undanförnu.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning