Úrslit næturinnar - Roy með 41 stig í sigri Blazers

LaMarcus Aldrigde sækir á Corey MagetteBrandon Roy skoraði 41 stig í fimm stiga sigri Portland Trail Blazers á Golden State Warriors, 105-110. Marcus Camby var með 17 fráköst og 4 stig í leiknum, en næstum allir leikmenn Blazers komust á blað.

Golden State bruta allt of mikið, tveir menn með sex villur, tveir með fimm og allir aðrir eina eða fleiri. Hins vegar nýttu þeir víti sín vel, 19/21 (90%) og allir leikmenn sem spiluðu yfir tíu mínútur skoruðu 10 stig eða fleiri, nema Anthony Morrow, sem var með 9.

Derrick Rose meiddist í stóru tapi Chicago Bulls gegn Orlando Magic, 111-82, en hjá Magic var Vince Carter stigahæstur með 23 stig (aðeins á 26 mínútum).

Í síðasta leik næturinnar leiddi Jamal Crafword Atlanta Hawks til 99-105 sigurs í DC gegn Washington Wizards, með því að skora 29 stig á 29 mínútum, en hann hefur átt frábært tímabil.

JaVale McGee var frábær hjá Wizards en hann skoraði 20 stig, reif niður 9 fráköst og jafnaði metið í troðslum í einum leik (á þessu tímabili) sem var sett af Dwight Howard, sem er 8 stykki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband