Úrslit næturinnar - Kobe með sigurkörfu gegn Raptors
10.3.2010 | 21:18
LA Lakers unnu tveggja stiga sigur á Toronto Raptors í nótt, 109-107. Kobe Bryant skoraði sjöttu sigurkörfu sína á tímabilinu, en nú var hann með tvo menn í andliti sér.
Kobe koraði 32 stig, tók 6 fráköst og gaf sama fjölda af stoðsendingum en hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 22 stig, auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.
Milwaukee Bucks unnu nauman sigur á Boston Celtics, 86-84, þar sem Andrew Bogut skoraði 25 stig, reif niður 17 fráköst og varði 4 skot.
Paul Pierce átti skot til að jafna á síðustu sekúndu leiksins, en það geigaði og Boston hafa tapað fjórum af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni. Pierce var með 12 stig og 5 stoðsendingar en stigahæsti og besti leikmaður Celtics í nótt var Rajon Rondo, með 20 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst.
Sigurkarfa Kobe.
Bogut gefur Big Baby einn á grillið!
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 11.3.2010 kl. 15:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning