Úrslit næturinnar - Kobe með sigurkörfu gegn Raptors

Kobe BryantLA Lakers unnu tveggja stiga sigur á Toronto Raptors í nótt, 109-107. Kobe Bryant skoraði sjöttu sigurkörfu sína á tímabilinu, en nú var hann með tvo menn í andliti sér.

Kobe koraði 32 stig,  tók 6 fráköst og gaf sama fjölda af stoðsendingum en hjá Toronto var Chris Bosh stigahæstur með 22 stig, auk þess sem hann tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

Milwaukee Bucks unnu nauman sigur á Boston Celtics, 86-84, þar sem Andrew Bogut skoraði 25 stig, reif niður 17 fráköst og varði 4 skot.

Paul Pierce átti skot til að jafna á síðustu sekúndu leiksins, en það geigaði og Boston hafa tapað fjórum af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni. Pierce var með 12 stig og 5 stoðsendingar en stigahæsti og besti leikmaður Celtics í nótt var Rajon Rondo, með 20 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst.


Sigurkarfa Kobe.


Bogut gefur Big Baby einn á grillið!

Indiana 107 - Philadelphia 96 Jones 25 - Holiday 21
Orlando 113 - LA Clippers 87 Howard 22 - Davis 16
Houston 96 - Washington 88 Scola 23 - Young 18
Charlotte 83 - Miami 78 Jackson 17 - Wade 27
Utah 132 - Chicago 108 Williams 28 - Rose 25
Milwaukee 86 - Boston 84 Bogut 25 - Rondo 20
Portland 88 - Sacramento 81 Roy 19 - Evans 18
LA Lakers 109 - Toronto 107 Bryant 32 - Bosh 22

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband