Haukur á leiðinni út í háskóla

Mehmet Okur, Haukur Páls og Hedo TurkogluFramherjinn og háloftafuglinn Haukur Pálsson, er á leiðinni til Maryland, en þar mun hann spila fyrir háskólaliðið og læra með því.

Sumarið 2009 ákvað hann að fara til Florida og spila (og læra) í Montverde-skólanum, sem var góð reynsla fyrir leikmanninn.

Margir Góðir háskólar, eins og Davidson-skóli, hafa verið á höttunum eftir Hauki, en Bob McKillop, þjálfari Davidson blómstraði af áhuga yfir honum.

Haukur mun semja formlega við liðið í apríl, en Maryland leika í ACC-deild háskólanna, sem talin hefur verið einn af tveimur bestu deildunum síðustu áratugi.

Þess má geta að lið eins og North Carolina, Virginia, Florida State, Clemson og Georgia Tech leika í riðlinum. NBA-leikmenn eins og Juan Dixon (hættur), Steve Francis (hættur) og James Gist (ekki á samningi) hafa leikið með skólanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband