Úrslit næturinnar - Charlotte unnu Lakers
6.3.2010 | 10:04
Charlotte Bobcats lögðu meistara Los Angeles Lakers með fimm stigum í nótt, 98-93, en nú hafa Lakers tapað tveimur leikjum í röð.
Lakers töpuðu 20 boltum í leiknum, sem er tvöfalt meira en meistaralið á að gera. Kobe Bryant skoraði 26 stig, en þau dugðu ekki til því Charlotte deildu skorinu mun betur og unnu verðskuldaðan sigur.
San Antonio Spurs unnu annan sigurinn í röð á New Orleans Hornets, en liðin mættust í annað sinn á fimm dögum í nótt.
Sjö leikmenn hjá Spurs skoruðu 10 stig eða meira og kom vel á óvart að Keith Bogans var í byrjunarliði og setti 15 stig, en Richard Jefferson á bekknum og setti einungis 3 (á 25 mín).
Stig - LeBron James (CLE) með 40 stig.
Fráköst - David Lee (NYK) með 18 fráköst.
Stoðsendingar - Jason Kidd (DAL) með 12 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar munu birtast síðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning