Finley til Celtics

Mike FinleyFramherjinn Michael Finley mun fagna 37 ára afmæli sínu á morgun, laugardag, sem leikmaður Boston Celtics, en liðið samdi við hann eftir að San Antonio Spurs létu hann fara.

Finley er með 37% þriggja stiga nýtingu yfir ferilinn en á þessu tímabili einungis tæp 32%. Hann hefur verið að basla við meiðsli undanfarið, en er með 3,7 stig í leik á 15,8 mínútum.

Búist er við að Michael spili með Celtics á sunnudaginn gegn Milwaukee Bucks, en Boston eiga Philadelphia 76ers í kvöld klukkan 00:00 að íslenskum tíma (Finley verður ekki með í kvöld).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband