Úrslit næturinnar - Wade tryggði Heat sigur
5.3.2010 | 18:19
Miami Heat jöfnuðu LA Lakers í nótt þegar þeir unnu þriggja stiga sigur á meisturunum í framlengdum leik, en Kobe Bryant skoraði flautukörfu sem dugði Lakers til sigur í síðustu viðureign liðanna á leiktíðinni.
Leikurinn fór 114-111 fyrir Heat, en Kobe Bryant skoraði 39 stig, en ekki dugðu þau því Dwyane Wade skoraði 27 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 5 fráköst, en næst honum kom Quentin Richardson, sem átti blómstrandi leik fyrir utan þriggja stiga línuna (7/11), með 25 stig.
Memphis Grizzlies unnu Chicago Bulls nokkuð sannfærandi með 9 stigum, 96-105, en Utah Jazz unnu Phoenix Suns, 108-116, þar sem C.J. Miles kom inn af bekknum með hörkuleik fyrir Jazz, skoraði 15 stig og tók 5 fráköst.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning