Josh Howard úr leik

Josh HowardFramherjinn Josh Howard mun ekki leika meira á tímabilinu, en hann sleit krossbönd í hné í leik Washington Wizards gegn Chicago Bulls um daginn.

Honum var skipt til Wizards fyrir Caron Butler, en Butler hefur verið að blómstra í Dallas, og einnig Brendan Haywood sem þeir fengu líka, svo skiptin voru nokkuð óhagstæð fyrir Wizards.

Howard er með 12,7 stig og 3,6 fráköst að meðaltali í leik, en tímabilið 2007-08 þar sem hann var með 19,9 stig og 7,0 fráköst í leik var hápunktur ferils hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband