Úrslit næturinnar - Nýir menn stóðu sig vel í nótt
21.2.2010 | 18:58
Tracy McGrady spilaði í nótt sinn fyrsta leik á tímabilinu sem hann fær eitthvað að spila.
Hann spilaði 32 mínútur í leik New York Knicks gegn Oklahoma City Thunder og skoraði 26 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hins vegar töpuðu Knicks með 3 stigum (118-121) en Kevin Durant skoraði flautukörfu.
Aðrir nýir leikmenn fundu sig líka hjá nýjum liðum, en til dæmis skoraði John Salmons 19 stig í sigri Milwaukee Bucks á Charlotte Bobcats, en hjá Charlotte skoraði Ty Thomas 12 stig og tók 11 fráköst.
Chicago Bulls unnu stórsigur á Philadelphia 76ers, en Bulls voru með þrjá nýa leikmenn, Acie Law, Hakim Warrick og Flip Murray, en Warrick skoraði 15 stig og tók 9 fráköst og Murray skoraði 12 stig.
Kevin Martin spilaði sinn fyrsta leik með Houston Rockets í nótt og skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það er mjög gott en ef maður lítur innst inn í tölfræðina, er þá þetta gott?
FG: 3/16 - TO: 2 - PF: 2
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning