Helena Sverris spáir um úrslit Bikarsins

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU í bandaríska háskólaboltanum, var í dag tekin í viðtal við Karfan.is. Aðspurð hver vinnur Subway-bikar kvenna segir hún að Haukar geti unnið þetta með baráttu og gleði.
 
Nú er ekki langt síðan Haukar og Keflavík léku síðast til bikarúrslita og þú manst væntanlega nokkuð vel eftir þeim leik. Gætir þú gefið okkur svona ,,hraðsoðna" lýsingu á þinni minningu í sambandi við bikarúrslitin 2007?
Ég man ekkert alltof mikið eftir þeim leik, nema að þetta var mjög jafnt og réðst ekki almennilega fyrr en í restina. Það er alltaf rosalega gaman að spila í Höllinni og það gerir leikinn sjálfan einhvern vegin stærri. Það var alveg frábært að ná sigri því ég vissi að það yrði langt í að ég myndi spila aftur í Höllinni.
 
Varðandi liðin núna, hvar eru styrkleikarnir og veikleikarnir?
Keflavík - Þær eru með mjög reynslumikið lið, stelpur sem hafa verið í þessu lengi og hafa spilað svona stóra leiki, ég held að það sé stór plús fyrir þær.
Haukar- Þær eru gríðarlega sterkan leikmann í Heather og svo það sem haukastelpurnar verða að gera er að koma óhræddar og ákveðnar í að gefa ekkert eftir.
 
Hvaða leikmenn telur þú að eigi eftir að stíga upp í leiknum?
Hjá Keflavík þá held ég að Birna og Bryndís eigi eftir að hafa sína solid leiki og ég hef mikla trú á að Pálína stígi upp og spili frábæra vörn á Heather og hjálpi liðinu í andlega þættinum. Hjá Haukum verður Heather að eiga stórleik, ég hef aldrei séð Kiki spila en hún er með solid tölur og þarf að spila vel. Það er vonandi að Telma og Ragna Margrét eigi góða leiki það er erfitt að eiga við þær í teignum, aðallega þar sem Keflavík er ekki með stórt lið.
 
Hvernig verður taktíkin, pressað frá fyrstu mínútu eða verður þetta rólegt framan af á meðan liðin eru að ná stærstu fiðrildunum úr maganum?
Ég gæti trúað að Keflavík myndi byrja þetta sterkt því þær vita um hvað þetta snýst. Ég vona að Haukastelpurnar komi óhræddar út, og berjist allar 40 mínúturnar, þegar trúin og og hungrið á sigri er til staðar þá er allt hægt.
 
Hvernig fer svo leikurinn?
Það er mjög erfitt að segja, ég vona bara að þetta verði jafn og sterkur leikur. Á pappír eiga Keflavík að taka þetta, en eins og ég sagði Haukarnir geta notað baráttu og gleði og komist mjög langt á því.
 
Komin er könnun í loftið um hver verður Subway-bikarmeistari árið 2010.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband