Antawn Jamison til Cleveland Cavs
18.2.2010 | 15:08
Framherjinn Antawn Jamison hefur verið sendur í toppbaráttuna til Cleveland Cavaliers (frá Washington Wizards) fyrir Zydrunas Ilgauskas, réttinn á Emir Preldzic og nýliðarétt í fyrstu umferð í sumar.
Svo blönduðu LA Clippers sér inn í skiptin og fengu miðherjann Drew Gooden frá Washington og sendu Al Thornton til Wizards og Sebastian Telfair til Cavs.
Jamison er með 20,5 stig og 8,8 fráköst að meðaltali í leik, svo hann ætti að styrkja Cavs í baráttunni á toppnum, og síðan í úrslitakeppninni. Einnig er hann með 45% skotnýtingu.
Þar sem Clippers senda frá sér mann með 10,7 stig (Thornton) og mann með 4,3 stig (Telfair) og fá mann með 8,9 stig í leik teljast þetta nokkuð ósanngjörn skipti, svo þetta eru önnur óhagstæð skipti hjá Clippers. Hins vegar er Gooden með tæp 7 fráköst í leik.
Cavaliers
Fá: Antawn Jamison, Sebastian Telfair
Senda frá sér: Zydrunas Ilgauskas, nýliðarétt í fyrstu umferð árið 2010, réttinn á Emir Preldzic
Wizards
Fá: Zydrunas Ilgauskas, réttinn á Emir Preldzic, nýliðarétt í fyrstu umferð árið 2010 Cavs, Al Thornton
Senda frá sér: Drew Gooden, Antawn Jamison
Clippers
Fá: Drew Gooden
Senda frá sér: Al Thornton, Sebastian Telfair
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 15:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning