Camby til Trail Blazers

Marcus CambyMarcus Camby, miðherji Portland Trail Blazers, er á leið til Portland Trail Blazers, ef marka má fréttir Yahoo Sports.

Camby er mjög ósáttur við skiptin, þar sem hann og fjölskylda hans höfðu komið sér ágætlega fyrir í Los Angeles.

Fyrir Camby fá Clippers einn/tvo leikmenn, Steve Blake (7,6 stig 4,0 stoðsendingar) og Travis Outlaw (9,9 stig og 3,5 fráköst) sem er meiddur og mun ekki spila mikið meira á tímabilinu.

Þetta teljast mjög ósanngjörn skipti, en þessar þrjár milljónir dala sem renna í vasa Don Sterling eru taldar lykilinn að skiptunum.

Portland vantaði miðherja þar sem Greg Oden og Joel Przybilla meiddust á tímabilinu og munu ekki spila meira. Camby mun því vera einn í stöðunni, en Juwan Howard og LaMarcus Aldrigde munu eitthvað koma inn sem miðherjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband