Úrslit næturinnar - Gasol með annan stórleikinn

Odom og Gasol áttu báðir stórleik í nóttStjörnumiðherjinn Pau Gasol átti annan stórleikinn í nótt, en hann skoraði 22 stig, varði 5 skot, gaf 4stoðsendingar og tók 19 fráköst í leik Lakers og Jazz.

Lakers unnu eikinn með 15 stigum, en þeir hafa verið án Kobe Bryant undanfarið.

Þá unnu Charlotte Bobcats spennandi eins stigs sigur á Minnesota Timberwolves, en Charlotte standa nú í 6.-7. sæti í austrinu.

Bobcats náðu forystu snemma leiks, en baráttuglaðir leikmenn T´Wolves héldu áfram að berjast. Leikurinn endaði eins spennandi og hann gat orðið, 92-93, fyrir Bobcats.

Á sama tíma töpuðu Boston Celtics fyrir New Orleans Hornets, en nýliðinn Darren Collinson skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Einnig tapaði hann 10 boltum, en hann er alltaf að læra. Leikurinn fór 93-85 fyrir Hornets.

Atlanta 76 Miami 94
Toronto 104 Philadelphia 93
Detroit 97 Sacramento 103
New Jersey 77 Milwaukee 97
New Orleans 93 Boston 85
Minnesota 92 Charlotte 93
Chicago 87 Orlando 107
Phoenix 101 Portland 108
Utah 81 LA Lakers 96
Golden State 132 LA Clippers 102

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband