Foster úr leik
9.2.2010 | 15:22
Miðherji Indiana Pacers, Jeff Foster, mun gangast undir bakaðgerð í næstu viku og er því búinn á þessu tímabili.
Það verður mjög sárt fyrir Pacers að missa hann, en hann er að gera 3,1 stig og taka 5,1 frákast að meðaltali í leik.
Foster getur verið mjög klaufskur, en hann er mjög sterkur undir körfunni og er mikilvægur fyrir liðið.
Hann hefur allan feril sinn leikið með Indiana Pacers og hefur spilað í sjö úrslitakeppnum með þeim, en aldrei unnið titil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning