KKÍ 49 ára í gær
30.1.2010 | 16:33
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, átti afmæli í gær og er sambandið orðið 49 ára gamalt. Það var sett þann 29. janúar árið 1961 og stofnað af Körfuknattleiksráði Reykjavíkur, Íþróttabandalagi Suðurnesja, Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar, Íþróttabandalagi Keflavíkur, Íþróttabandalagi Akureyrar og Íþróttabandalagi Vestmannaeyja.
Fyrsti formaður KKÍ var Bogi Þorsteinsson en nú er Hannes S. Jónsson formaður sambandsins.
Á næsta ári verður KKÍ því 50 ára sem verður án efa viðburðarríkt og mun sérstök afmælisnefnd koma að því að halda upp á afmælið á því ár.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning