Úrslit næturinnar - Stjörnumenn Hawks fengu enga hvíld gegn Celtics
30.1.2010 | 10:52
Bostons Celtics og Atlanta Hawks áttust við í síðasta sinn á árinu í nótt. Atlanta hafa unnið alla fjóra leiki liðanna, en stjörnuleikmenn Hawks spiluðu báðir nánast allan leikinn, Al Horford spilaði 41 mínútu, en Joe Johnson 43.
Þá töpuðu Denver Nuggets sínum fyrsta leik í síðustu níu leikjum, en þeir höfðu unnið 8 í röð fyrir leikinn gegn Oklahoma í nótt. Kevin Durant skoraði 30 stig í nótt en hann fer að nálgast 5.000 stigin.
San Antonio Spurs unnu annan leik sinn í röð eftir stutta taphrinu, en þeir spiluðu án Tony Parker gegn Memphis Grizzlies í nótt. George Hill kom og fyllti vel í skarð hans, með 18 stig og 5 stoðsendingar. DeJuan Blair byrjaði á bekknum og skoraði 8 stig og tók 10 fráköst, en þessi drengur er að taka rosalegum framförum þessa dagana.
New Orleans Hornets og Chicago Bulls, sem nýlega skiptu Aaron Gray fyrir Devin Brown, mættust í tveggja stiga spennutrylli í nótt, en Chris Paul meiddist á hné í leiknum. Hann er hins vegar stríðsmaður og hélt áfram, en þrátt fyrir það töpuðu Hornets með tveimur stigum, 106-108.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt 31.1.2010 kl. 12:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning