Þrjú lið á eftir Stoudemire
25.1.2010 | 17:08
Amaré Stoudemire er nokkuð eftirsóttur af NBA-liðum þessa dagana, en þrjú lið hafa opinberað áhuga sinn á leikmanninum.
Þessi lið eru öll í vandræðum með stóra menn, en þau eru Cleveland Cavaliers, Golden State Warriors og Minnesota Timberwolves.
Cleveland eru með fjóra framherja, en engan sem er byrjunarliðsframherji. Leon Powe er sem stendur meiddur, J.J. Hickson hefur stigið mikið upp á tímabilinu en er ekki tilbúinn að spila sem lykilmaður og síðan eru þeir með Anderson Varejo, sem er góður, en ekki tilbúinn að verða stjarna. Einnig eru þeir með Darnell Jackson sem er ekkert sérstakur.
Golden State eru ekki með neinn stóran framherja (tveir meiddir), en þeir nota Vladimir Radmanovic og Anthony Tolliver í stöðuna. Anthony Randolph og Brandan Wright eru meiddir, en báðir eru þeir kraftframherjar (PF).
Minnesota eru ekki með neinn leikmann sem er kraftframherji. Þeir eru með Kevin Love í stöðunni, en í raun og veru er hann miðherji. Þeir eru með Oleksiy Pecherov og Brian Cardinal, en þeir eru ekki byrjunarliðsmenn. Ryan Gomes, sem kemur inn á fyrir Love er ekki kraftframherji, hann er framherji, en þeir nota hann í kraftframherjann vegna þess að hann getur dekkað hvaða mann sem er, en í sókninni á hann í erfiðleikum vegna stærðar. Einnig hafa Love og Gomes átt í erfiðleikum með meiðsli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning