Úrslit næturinnar - Gaines heldur áfram að koma á óvart

Sundiata GainesUtah Jazz tóku á móti Cleveland Cavaliers í nótt. Nýliðinn úr D-League, Sundiata Gaines, skoraði 9 stig í leiknum og gaf 1 stoðsendingu, en Deron Williams meiddist á rist í leiknum.

Jazz áttu innkast og voru tveimur stigum undir (94-96) þegar 5 sekúndur voru eftir af leiknum. Kyle Korver fékk boltann, gaf á Ronnie Price, Ronnie gaf á Gaines og hann setti "buzzerinn" niður og þeir unnu leikinn, 97-96.

Þá mættust liðin tvö sem mættust í fyrra í æsispennandi seríu í úrslitakeppninni, Boston Celltics og Chicago Bulls.

Bulls voru mun betri allan leikinn, nema á einum kafla sem Boston voru komnir nálægt þeim í fjórða leikhluta, en annars voru þeir betri allan leikinn.

Leikurinn fór 83-96 fyrir Bulls, en þeir voru með fleiri stig í teignum en Boston, en leikurinn fór 42-48 í teignum fyrir Bulls-mönnum. Stigahæsti leikmaður Boston var Paul Pierce, með 20 stig, en hjá Bulls var Luol Deng stigahæstur með 25 stig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband