Fær Gaines nýjan samning hjá Jazz?

Sundiata GainesBakvörðurinn Sundiata Gaines fékk nýverið tíu daga samning hjá Utah Jazz, og hefur nýtt sér alla fjóra leikina og allar 37 mínúturnar (9,3 mín a.m.t. í leik) sem hann hefur spilað til að gera góða hluti og sanna sig.

Hann er með 3,0 stig að meðaltali í leik og er með 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann er frá Georgia háskólanum og stóð sig með prýði þar. Í neðandeild NBA (NBA D-League) var hann með um það bil 27 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar.

Nú er spurning hvort hann komist á samning hjá Utah um að leika fyrir þá út tímabilið, eða annan tíu daga samning. Annars mun hann líklega fara til neðandeildarliðsins Utah Flash, en Jazz-menn eiga það lið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband