Fær Gaines nýjan samning hjá Jazz?
14.1.2010 | 21:18
Bakvörðurinn Sundiata Gaines fékk nýverið tíu daga samning hjá Utah Jazz, og hefur nýtt sér alla fjóra leikina og allar 37 mínúturnar (9,3 mín a.m.t. í leik) sem hann hefur spilað til að gera góða hluti og sanna sig.
Hann er með 3,0 stig að meðaltali í leik og er með 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann er frá Georgia háskólanum og stóð sig með prýði þar. Í neðandeild NBA (NBA D-League) var hann með um það bil 27 stig, 4 fráköst og 8 stoðsendingar.
Nú er spurning hvort hann komist á samning hjá Utah um að leika fyrir þá út tímabilið, eða annan tíu daga samning. Annars mun hann líklega fara til neðandeildarliðsins Utah Flash, en Jazz-menn eiga það lið.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Free Agency, NBA | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning