Úrslit næturinnar - Big Al átti stórleik í tapi T'Wolves
14.1.2010 | 16:32
Miðherjinn Al Jefferson spilaði tæpar 50 mínútur í þríframlengdum leik Minnesota Timberwolves og Houston Rockets í nótt, og hann nýtti hverja einustu mínútu, en hann skoraði 26 stig og reif 26 fráköst í nótt.
Corey Brewer, leikmaður Wolves jafnaði leikinn með flautukörfu frá miðju og setti hann í framlengingu. Eftir það voru Rockets betri, en Wolves-menn náðu einhvern veginn alltaf að jafna í lokin. Í þriðju framlengingu voru Rockets miklu betri og unnu sex stiga sigur, 120-114.
Fleiri miðherjar áttu frábæran leik, til dæmis nýliði SA Spurs, DeJuan Blair, sem skoraði 28 sig og tók 21 frákast, Dirk Nowitzki, sem skoraði 30 stig og tók 16 fráköst (hann er hins vegar ekki miðherji) og Samuel Dalembert, leikmaður Philadelphia 76ers, en hann tók 21 frákast g skoraði 12 stig.
New Yrk og San Antonio unnu bbæði nauma sigra, en Greg Popovich hvíldi Tim Duncan í leik Spurs gegn Oklahma Thunder, sem þeir unnu í framlengingu, 108-109. Knicks unnu 92-93 útisigur á Philadelphia 76ers, en David Lee var maður leiksins með 24 stig og 9 fráköst.
Dirk Nowitzki var fyrsti evrópski leikmaðurinn til að rjúfa 20.000 stiga múrinn, en sá 34. í sögu NBA-deildarinnar. Lakers unnu leik þeirra í nótt gegn Dallas, 95-100. Kobe Bryant skoraði aðeins 10 stig á 35 mínútum, en hann var lítils háttar meiddur.
Úrslitin eru eftirfarandi:
Dallas 95 - 100 Los Angeles Lakers
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning