Hilton Armstrong til Kings
12.1.2010 | 17:03
Miðherjinn Hilton Armstrong var í gær sendur frá New Orleans Hornets til Sacramento Kings fyrir nýliðavalrétt í annarri umferð árið 2016. Einnig sendu Kings reiðufé til Hornets-manna.
Hornets eru væntanlega að losa um launaþak sitt fyrir sumarið sem er í vændum en margir eru í boði þá, Richard Jefferson, LaBron James, Chris Bosh, David Lee og Kobe Bryant, svo fáir séu nefndir.
Armstrong er með 2,4 stig og 3,4 fráköst að meðaltali í leik á þessu leiktímabili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning