Njarðvíkingar unnu ÍR stórt
12.1.2010 | 14:56
Nick Bradford lék sinn fyrsta leik með liði Njarðvíkur í gærkvöldi og var heldur betur að standa sig því hann var með 16 stig og 4 fráköst. Stigahæstir Njarðvíkinga voru þeir Guðmundur Jónsson og Kristján Rúnar Sigurðsson sem skoruðu 19 stig, auk þess sem Kristján gaf 4 stoðsendingar.
Leikurinn fór 113-93 fyrir heimamönnum í Njarðvík, en nokkrir ÍR-ingar náðu sér á strik í leiknum. Nýi kanninn þeirra, Michael Jefferson, skoraði 18 stig en stigahæstur og bestur í liði ÍR-inga var Nemanja Sovic.
Úrslit úr öðrum leikjum er hægt að sjá hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning