LeBron James til Miami Heat!!!
9.7.2010 | 11:22
Stjörnuframherjinn LeBron James opinberaði í gærkvöldi ákvörðun sína um félagsskipti.
Hann gekk til liðs við Dwyane Wade og Crish Bosh en þeir gerðu báðir samning við Heat.
Heat verða því líklega á toppnum á komandi tímabili og fróðlegt verður að sjá hvort stjörnurnar nái saman og hvort þeir nái að stilla upp meistaraliði eins og Boston Celtics gerðu árið 2008 með Ray Allen, Kevin Garnett og Paul Pierce.
LeBron olli miklum vonbrigðum stuðningsmanna Cleveland Cavaliers, sem er fyrrum lið hans, en eigendur Cavs voru búnir að gera allt til að halda honum.
Stuðningsmenn brenndu búninga sem merktir eru James og grýttu veggmynd af honum og fl. en eigandi liðsins, Dan Gilbert, skrifaði svokallað "ástarbréf" um LeBron, sem var reyndar ekki til hans, heldur stuðningsmanna.
Í því segir hann meðal annars að LeBrion sé svikari og heigull en hann lofaði stuðningsmönnum að Cavaliers muni vinna titil áður en James gerir það með Heat.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)