Markaðurinn: Helstu fréttir

  • Joe Johnson hefur gert nýjan 6 ára samning við Atlanta Hawks og fær 119 milljónir dala á þeim tíma en umboðsmaður hans staðfesti það í dag.
  • Rudy Gay mun líklega snúa aftur til Memphis Grizzlies að ári en Grizzlies buðu honum fimm ára samning upp á 80 milljónir dollara.
  • Drew Gooden hefur samið við Milwaukee Bucks til fimm ára og mun fá 32 milljónir dala á þeim tíma en hann hefur spilað fyrir átta lið á níu ára ferli sínum og eru Bucks það tíunda.
  • Darko Milicic hefur gert nýjan samning upp á fjórar milljónir dollara við Minnesota Timberwolves og mun verða þar næstu fjögur ár ef honum verður ekki skipt.
  • Framherjinn Amir Johnson mun leika með Toronto Raptors næstu fimm árin og mun fá 32 milljónir dala á þeim tíma en hann lék með Raptors á síðasta tímabili.
  • Utah Jazz hafa samið við skotbakvörðinn Gordon Hayward en hann var valinn níundi í nýliðavali NBA fyrr í sumar.

Dirk áfram með Mavs

Dirk NowitzkiDirk Nowitzki mun gera nýjan fjögurra ára samning á næstu dögum en hann hefur þegið 80 milljóna dala samning að sögn fjölmiðla sem er launalækkun.

Nowitzki hefur spilað allan sinn feril með Dallas Mavericks en var valinn af Milwaukee í nýliðavalinu árið 1998.


Bloggfærslur 4. júlí 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband