Childress og Hedo til Suns
15.7.2010 | 12:39
Framherjinn Josh Childress, sem síðustu tvö ár hefur spilað með Olympiakos, sneri aftur í NBA á dögunum en hann gerði fimm ára samning við Atlanta Hawks og þeir skiptu samningnum til Phoenix Suns fyrir valrétt í annarri umferð nýliðavalsins árið 2012.
Einnig hafa Suns landað Hedo Turkoglu frá Toronto Raptors í skiptum fyrir einn besta sjötta mann deildarinnar, Leandro Barbosa og Dwyane Jones til Raptors.
Þessar breytingar ættu að fylla upp í skarð Amaré Stoudemire en þar sem Childress kemur og Barbosa fer eru Suns að græða, því Barbosa hefur verið mikið meiddur að undanförnu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harrington til Nuggets
15.7.2010 | 12:08
Kraftframherjinn Al Harrington hefur gengið til liðs við Denver Nuggets en Harrington spilaði með New York Knicks á síðasta tímabili.
Hann skoraði 17,7 og tók 5,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili en Knicks enduðu í 11. sæti Austurdeildarinnar í vetur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)