Úrslit NBA: Lakers-Celtics (leikur 4) í kvöld

celtics_fan

Boston Celtics taka á móti Los Angeles Lakers klukkan 1:00 eftir miðnætti í kvöld en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 sport eins og allir leikirnir í úrslitunum.

Skemmtilegt verður að horfa á leikinn því Lakers geta komist í svokallaða "win-win" stöðu ef þeir vinna (3-1) og Celtics geta jafnað seríuna, þannig að bæði lið gefa allan sinn kraft í leikinn.


Könnun: C-Bosh snýr aftur til Raptors

NBA-Wikipedia setti í loftið könnun í lok sumarsins 2009. Spurt var um í hvaða lið Chris Bosh færi í fyrir tímabilið 2010-11, sem hefst eftir stutt sumarfrí.

chris_bosh 

472 svöruðu könnuninni en flestir kusu Toronto Raptors, (tæp 58%) sem hann spilaði með á liðnu tímabili, svo hann mun snúa aftur þangað ef lesendur síðunnar hafa rétt fyrir sér.

Nú setjum við í loftið nýja könnun sem spurt verður í hvaða lið LeBron James mun fara í fyrir komandi tímabil.

Í hvaða lið gengur C-Bosh fyrir tímabilið 2010-2011? 
Toronto 59.7%
Cleveland 14.2%
Dallas 8.1%
Golden State 7.4%
New York 10.6%

Johnson næsti þjálfari Nets

avery_johnsonAvery Johnson verður þjálfari New Jersey Nets næsta tímabil en hann samdi við liðið til þriggja ára.

Nets unnu 12 leiki og töpuðu 70 á liðnu tímabili sem er einn versti árangur í sögu NBA-deildarinnar en Philadelphia 76ers eiga metið (9/73).

Johnson var látinn taka pokann sinn hjá Dallas Mavericks eftir slakt gengi í úrslitakeppninni árið 2008 en þá duttu þeir út gegn Byron Scott og lærisveinum hans frá New Orleans en Scott vara rekinn frá Hornets á tímabilinu.

Einnig var hann ágætis leikmaður en hann skoraði 8,4 stig og gaf 5,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og skoraði 8.817 stig á ferli sínum í NBA.


Fisher hetja Lakers - unnu í Garðinum

kobe_bryantDerek Fisher var hetja Los Angeles Lakers í gærnótt þegar þeir unnu Boston Celtics með sjö stigum, 91-84.

Fisher var hreint út sagt ótrúlegur á lokamínútum leiksins en hann er með gott lag á hlutunum þegar Lakers þurfa á honum að halda.

Kobe Bryant skoraði 29 stig og tók 7 fráköst fyrir Lakers en hjá Celtics var Kevin Garnett stigahæstur með 25 stig.

Stigaskor Celtics:

Garnett: 25
Pierce: 15
Davis: 12
Rondo: 11
T. Allen: 7
Robinson: 5
Perkins: 5
Wallace: 2
Allen: 2

Stigaskor Lakers:

Bryant: 29
Fisher: 16
Gasol: 13
Odom: 12
Bynum: 9
Brown: 4
Artest: 2
Farmar: 2
Vujacic: 2 


Bloggfærslur 10. júní 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband