Færsluflokkur: Íþróttir
Stjörnuleikirnir í gær - Magnús þriggja stiga kóngur
13.12.2009 | 14:44
Í gær fóru fram stjörnuleikir KKÍ og var mikið húllum hæ þar á ferð. Fyrst fór fram stjörnuleikur kvenna sem var daufur í bragði, en Iceland Express-liðið fór með sigur af hólmi, 103-85 á Shell-liðinu. Michele DeVault, leikmaður Grindavíkur, skoraði 32 stig fyrir Iceland Express-liðið, en leikmaður vallarins, Heather Ezzel, var með 10 stoðsendingar, 13 fráköst og 29 stig.
Á milli leikjanna var haldin þriggja stiga keppni karla haldin(undankeppni) og í fjögurra manna úrslitum voru Magnús Þór Gunnarsson, Sean Burton, Andre Dabney og Guðjón Skúlason en í hálfleik voru þau haldin og Magnús Þór var með 16 stig, Andre Dabney og Guðjón 9, en síðan var það Burton með 15 stig svo Magnús er þriggja stiga kóngur Íslands árið 2009!!
John Davis er troðslumeistari Íslands árið 2009, en eini íslenski keppandinn í henni var Ólafur Ólafssn sem þurfti a sætta sig við annað sætið í keppninni. Ólafur, sem leikur með Grindavík, vann tímabilið 2007-08 en óskum Davis, leikmanni Ármanns til hamingju með titilinn!
"Celeb"-leikurinn fór fram fyrir karlaleikinn og var hörku spenna þar. Gömlu landsliðsmennirnir unnu, 39-27, en Páll Kolbeinsson, þjálfari KR, var stigahæstur í öllum leiknum með 8 stig en hjá þeim frægu voru Sverrir Bergmann og Bergur Þór Ingólfsson báðir með 6 stig. Þá skoraði Egill "Gilzenegger" Einarsson var með 5 stig. Þá tók Sverrir Bergmann 7 fráköst og Auddi var með þokkalegar sendingar.
Karlaleikurinn var skemmtilegur. Shell-liðið vann með 5 stigum, 134-129, en Cristopher Smith var með 32 stig og 13 fráköst. Maður leiksins var Andre Dabney, í Shell-liðinu með 11 stoðsendingar og 7 stig, en Smith, sem spilar hjá Fjölni lék fyrir IE-liðið. Jóhann Ólafsson, leikmaður UMFN skoraði 11 stig fyrir IE-liðið en Justin Shouse og Sean Burton gáfu báðir 7 stoðsendingar fyrir IE-liðið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Jazz stöðvuðu sigurgöngu Lakers
13.12.2009 | 12:47
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Kobe spilaði með vinstri
12.12.2009 | 13:50
LA Lakers hafa unnið 11 leiki í röð en í nótt unnu þeir Minnesota Timberwolves með 12 stigum, 104-92. Kobe Bryant, sem skoraði 20 stig, brákaði fingur í leiknum og spilaði með vinstri á köflum, t.d. þegar hann gaf "alley-oop" sendingu með vinstri og Shannon Brown hamraði boltanum niður.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar
11.12.2009 | 17:17

Boston eru á toppnum í Austrinu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjörnuleikirnir á laugardaginn - Dagskrá
11.12.2009 | 14:30

Dagskráin og tímasetningar eru eftirfarandi:
13:00 Kvennaleikur hefst
13:30 3-stiga keppni kvenna í hálfleik
13:50 Kvennaleikur - Seinni hálfleikur
14:30 Forkeppni í 3-stiga keppni karla
"Celeb" lið KKÍ gegn Úrvalsliði eldri landsliðsmanna
Troðslukeppni karla
15:30 Karlaleikur hefst
16:00 Úrslit í 3-stiga keppni karla
16:30 Karlaleikur - Seinni hálfleikur
17:15 Dagskrá lokið
Tímasetningar gætu eitthvað breyst en þó ekki mikið.
Nú er um að gera að fjölmenna og upplifa skemmtunina en stjörnurnar hafa lofað miklu fjöri sem enginn ætti að missa af.
Þeir sem komast ekki geta séð þetta á Sporttv.is.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Lakers með 10 í röð
10.12.2009 | 15:04
LA Lakers hafa unnið 10 leiki í röð í NBA-boltanum en Kobe Bryant hefur staðið sig eins og hetja. Cleveland Cavaliers töpuðu öðrum leiknum í röð, en nú gegn gegn Houston Rockets. LeBron James var skelfilegur í leiknum. Þá komust SA Spurs aftur á sigurbraut með sigri á Sacramento Kings og Portland Blazers unnu Indiana Pacers nokkuð öruggt.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Daniels og Fernandez meiddir
10.12.2009 | 14:51
Skotbakverðirnir Marquis Daniels og Rudy Fernandez eru báðir meiddir í augnablikinu, en Daniels mun ekki spila næstu 6-8 vikurnar, en Fernandez mun hefjast handa við æfingar eftir 4-6 vikur ef allt fer eftir áætlun lækna.
Í liði Fernandez, Portland Trail Blazers, eru tveir mikilvægir leikmenn meiddir Greg Oden (út tímabilið) og Fernandez (4-6 vikur). Þetta eru sem sagt mjög erfiðir tímar fyrir Portland en Fernandez meiddist á baki í nótt í 11 stiga sigri Portland á Indiana Pacers.
Daniels mun hefjast handa við æfingar í febrúar, en hann fór í aðgerð á þumalfingri. Hann er búinn að skora 5,7 stig og gefa 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik með Boston Celtics á tímabilinu, en hann gerði samning við þá í sumar.
Daniels sækir á Fernandez á síðasta tímabili.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - Cavs töpuðu í æsispennandi leik
9.12.2009 | 17:00
Cleveland Cavaliers töpuðu gegn Memphis Grizzlies í nótt í æsispennandi leik, en LeBron James skoraði 43 stig sem dugðu ekki til.
Orlando unnu Clippers í nótt.
Leikur Cavs og Grizzlies.
Það kom mörgum á óvart þegar Charlotte Bobcats unnu Denver Nuggets örugglega, 107-95. Gerald Wallace, frákastahæsti leikmaður deildarinnar, skoraði 25 stig og tók 16 fráköst, en Stephen Jackson skoraði sama fjölda af stigum en tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Úrslit næturinnar - A.I. góður í tapi Sixers
8.12.2009 | 19:53
Þá unnu New York Knicks sinn þriðja leik í röð og eru með vinningstöluna 7-15 í 13. sæti austursins.
Þeir unnu Portland Trail Blazers með níu stigum, níu stigum, 93-84. Brandon Roy skoraði 27 stig í leiknum en hann þyrfti 37 stig svo að liðið myndi vinna. Þá hirti David Lee 10 fráköst, en LaMarcus Aldgridge tók 13.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Oden úr leik
7.12.2009 | 15:01
Miðherji Portland Trail Blazers, Greg Oden, meiddist í gærnótt á hnéskel og verður frá út tímabilið, en Portland-menn eiga eftir að leika 61 leik á 2009-10 tímabilinu.
Oden var með 11,1 stig og 8,5 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu en Portland eru með vinningstöluna 13-8 og eru inni í úrslitakeppninni sem stendur.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)