Færsluflokkur: Íþróttir

Howard Varnarmaður ársins

dwight_howardAnnað árið í röð var miðherjinn Dwight Howard valinn varnarmaður ársins í NBA-körfuboltanum.

Hann er frábær varnarmaður, eins og flestir körfuboltaunnendur vita, en hann er með 13,2 fráköst og 2,8 varin skot að meðaltali í leik, sem eru flest fráköst g varin skot á tímabilinu (að meðaltali) og hann hefur náð því síðustu tvö árin.

Einungis hafa fjórir leikmenn náð þessu afreki, að undantöldum Howard, sem eru Bill Walton, Kareem Abdul-Jabbar, Hakeem Olajuwon og Ben Wallace

Howard er 24 ára og varð í fyrra yngsti maðurinn til að vera valinn varnarmaður ársins. Hann hefur þegar markað sér sess sem besti miðherji deildarinnar og mun sennilega halda þeim sessi lengi, alla vega hvað varðar varnarleikinn.


Cavs komnir í 2-0

lebron_jamesLeBron James og félagar í Cleveland tóku á móti Chicago Bulls í Quicken Loans Arena en Bulls mættu vel tilbúnir til leiks.

Leikurinn var í járnum allan tímann og áttu bæði lið skilið að vinna leikinn, en aðeins eitt lið getur gert það, og í nótt var það Cleveland Cavaliers.

Þeir unnu leikinn með 10 stigum, 112-102, en LeBron James skoraði 40 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 8 fráköst, en Antawn Jamison kom næstur á eftir honum með einungis 14 stig.

Stigaskora Cavaliers:

James: 40
Jamison: 14
Moon: 12
Williams: 12
Parker: 9
O'Neal: 8
Varejo: 7
West: 7
Ilgauskas: 3

Stigaskor Bulls:

Noah: 25
Rose: 23
Deng: 20
Murray: 14
Gibson: 11
Hinrich: 5
Miller: 4


Jazz jöfnuðu metin

andre_dantley_á_spjalli_við_sína_mennMeð Memhet Okur og Andre Kirilenko á sjúkrahúsinu mættu leikmenn Utah Jazz fullkomlega tilbúnir til leiks í Pepsi Center í nótt, og jöfnuðu metin í 1-1 gegn Denver Nuggets, en leikurinn í nótt fór 11-114.

Leikurinn jafn í 15 skipti, og liðin skiptust á forystunni 15 sinnum í leiknum. Carmelo Anthony, sem var frábær í síðasta leik, var ekki eins góður í nótt, en þó með 32 stig (6 villur).

Stigahæstur, og bestur í liði Jazz, var bakvörðurinn Deron Williams, með 33 stig, auk þess sem hann gaf 14 stoðsendingar. Carlos Boozer var einnig frábær í leiknum með 20 stig og 15 fráköst.

Stigaskor Nuggets:

Anthony: 32
Néné: 18
Billups: 17
Martin: 15
Smith: 9
Afflalo: 9
Andersen: 4
Petro: 4
Lawson: 3

Stigaskor Jazz:

Williams: 33
Boozer: 20
Millsap: 18
Miles: 17
Korver: 13
Matthews: 7
Fesenko: 4
Koufus: 2


Úrslit næturinnar - Lakers unnu Thunder

phil_jacksonOklahoma City Thunder heimsóttu Los Angeles Lakers í Staple Center í Los Angeles í gærkvöldi. Lakers-menn áttu leikinn nánast allan tímann, en aldrei komust OKC yfir í leiknum. Þó voru Lakers nánast aldrei yfir með meira en 10 stigum, og unnu leikinn með 8 stigum, 87-79.

Kobe Bryant skoraði einungis 21 stig í leiknum, en stigaskor Lakers var mun dreifðara en vanalega. Derek Fisher skoraði 11 stig, Pau Gasol 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og Andrew Bynum skoraði 13 stig, tók 12 fráköst og varði 4 skot. jason_richardson

Þá unnu Portland Trail Blazers mjög mikilvægan útisigur á Phoenix Suns, 100-105.

Framherji Portland, Nicolas Batum, kom verulegaa óvart í leiknum, þar sem hann skoraði 18 stig og tók 5 fráköst (meðaltal: 10 stig+4 fráköst). Andre Miller átti einnig stórkostlegan leik, en hann skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og reif niður 5 fráköst.

Hjá Phoenix var Steve Nash stigahæstur með 25 stig, auk þess sem hann gaf 9 stoðsendingar. Channing Frye kom sterkur inn af bekknum með 12 stig og 7 fráköst.

Allir leikir næturinnar eru eftirfarandi:

LA Lakers 87 - 79 Oklahoma City
Orlando 98 - 89 Charlotte
Dallas 100 - 94 San Antonio
Phoenix 100 - 105 Portland


Úrslit næturinnar - Úrslitakeppnin hafðist í gærkvöld

Fjórir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í nótt, Boston Celtics unnu Miami Heat, 85-76, Cleveland Cavaliers unnu Chicago Bulls, 96-83, Atlanta Hawks unnu Milwaukee Bucks, 102-92 og Denver Nuggets unnu tíu stiga sigur á Utah Jass, 126-113.

Í nótt fara fram fjórir leikir, en svona líta þeir út:

LA Lakers - OKC Thunder Staðan er 10-4 fyrir Lakers
Dallas Mavs - SA Spurs Hefst klukkann 00:00 í nótt
PHX Suns - Portland Blazers Hefst klukkan 02:30 í nótt
Orlando Magic - Charlotte Bobcats Hefst klukkan 22:30 í nótt


Jordan rekinn frá Sixers

eddie_jordanEddie Jordan var í dag rekinn úr þjálfarastóli Philadelphia 76ers eftir eitt ár, sem einkenndist umfram allt af vonbrigðum.
 
Jordan tók við Sixers eftir að hann var rekinn frá Washington Wizards, og átti að hrista saman leikmannahópinn sem samanstóð af nokkrum efnilegum leikmönnum í bland við reyndari kappa sem höfðu ekki sýnt hvað í þeim bjó, og stjörnunar Andre Iguodala og Elton Brand.
 
Skemmst frá að segja stóð ekki steinn yfir steini hjá liðinu þar sem leikskipulag og innáskiptingar Jordans fóru í taugarnar á leikmönnum, forsvarsmönnum liðsins og ekki síst stuðningsmönnunum. Sixers höfðu farið tvö ár í röð inn í úrslitakeppnina en voru hvergi nærri því í ár þar sem þeir unnu aðeins 27 leiki.
 
Jordan og framkvæmdastjórinn Ed Stefanski tóku áhættuna á að fá gömlu hetjuna Allen Iverson til liðs við sig, en þrátt fyrir að Iverson hafi verið óvenju stöðugur andlega framan af dvölinni slitnaði upp út samstarfi þeirra.
 
„Það sem ég hélt að myndi gerast varð ekki að raunveruleika, ég tók ranga ákvörðun,“ sagði Stefanski um ráðningu Jordans, sem fær greiddar út þær $6 milljónir sem eftir eru á þriggja ára samningi.
 
Stefanski neitar því þó að nú þurfi að huga að uppbyggingu.
 
„Við þurfum ekki að byrja upp á nýtt. Við tókum bara skref afturábak,“ sagði hann, en játaði þó að einhverjar hræringar yrðu gerðar á leikmannahópnum.
 
Orðrómur var uppi í vetur um að Sixers væru að bjóða Iguodala í skiptum, en ekkert varð úr því, en hann gæti hugsanlega verið á leið frá félaginu í sumar.
 
Annar þjálfari sem var talinn ansi valtur í sessi er John Kuester hjá Detroit Pistons, en liðið er utan úrslitakeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2001. Þeir unnu aðeins 27 leiki, líkt og Sixers, og er það versti árangur liðsins frá árinu 1993-94.
 
Forseti Pistons, Joe Dumars, sagði tvímælalaust að Kuester yrði með liðið á næsta ári og kenndi meiðslavandræðum um slælegt gengi í ár. Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Ben Gordon voru á meðal þeirra sem voru langtímum frá keppni.
 
Þá er framhaldið hjá Doc Rivers, þjálfara Boston Celtics, í óvissu, en hann mun taka ákvörðun um framhald feril síns í lok leiktíðar.

Frétt tekin af www.karfan.is.

Úrslitakeppni NBA er að hefjast - Spáið hér

Venjulega leiktímabil NBA-deildarinnar er á enda, en öll 30 liðin eru búin að spila sína 82 leiki. Besta árangurinn áttu Cleveland Cavaliers, með 61 sigurleik og 21 tapleik.

Versta árangurinn áttu hins vegar New Jaersey Nets, með 12 sigurleiki og 70 tapleiki, þremur leikjum frá meti í versta árangri, sem Philadelphia 76ers eiga, með 9 sigurleiki.

Los Angeles Lakers voru í fyrsta sæti Vesturdeildarinnar, en eiga þó erfiða rimmu framundan gegn baráttuglöðu liði Oklahoma City Thunder. Í rimmu Atlanta Hawks og Milwaukee Bucks verður barist hart, en leikir liðanna á tímabilinu voru skemmtilegir.

Ein áhugaverðasta rimman er þegar Dallas Mavericks etja kappi við San Antonio Spurs, en Mavs enduðu í öðru sæti og Spurs í því sjöunda.

Hér er hægt að spá úrslitakeppninni. Ekki er þetta flóknara en svo að maður vistar myndina að neðan, fer með hana í Edit og skrifar inn spá sína.

Sínishorn að neðan.

nba_playoffs_bracket


Úrslit næturinnar

Chicago 101 - 93 Boston
Golden State 94 - 103 Utah
LA Lakers 106 - 100 Sacramento
Phoenix 123 - 101 Denver


Paul Westphal verður með Kings út 2011-12 tímabilið

Paul WestphalÞjálfari Sacramento Kings, Paul Westphal, tilkynnti nýlega að hann verði með liðið alveg að árinu 2012.

Þá getur hann auðvitað framlengt samninginn, en hann stóð sig með prýði með liðið á tímabilinu, 25 sigurleiki og 57 tapleiki, en það fór mun betur af stað.


Úrslit næturinnar

Indiana 98 Orlando 118
Philadelphia 105 Miami 107
New Jersey 95 Charlotte 105
Detroit 97 Toronto 111
New York 114 Washington 103
Milwaukee 96 Atlanta 104
San Antonio 133 Minnesota 111
Denver 123 Memphis 101
Portland 103 Oklahoma City 95
Sacramento 107 Houston 117
LA Clippers 94 Dallas 117

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband