Færsluflokkur: Söguhornið

Söguhornið: Spud Webb

spud_webb

Anthony Jerome Webb fæddist í Dallas þann 13. júlí árið 1963. Hann var alinn upp í þriggja herbergja húsi.

Hann var aldrei hár í loftinu, en notaði hraða sinn og stökkkraft til þess að sigra aðra krakka í körfubolta.

Hann gekk í Midland-háskólann í Norður-Karólínu fylki eftir framhaldsskóla og skoraði þar 10,4 stig og gaf 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hann er 5-fet-6 eða 165 cm hár. Hann, Mugsy Bouges og Earl Boykins eru meðal þriggja minnstu leikmanna sem leikið hafa í NBA-deildinni.

Á nýliðatímabili Webb skoraði hann 7,8 stig og gaf 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik, en þá spilaði hann með Atlanta Hawks.

Hápunktur ferils hans var tímabilið 1991-92 þegar hann skoraði 16,0 stig, gaf 7,1 stoðsendingu og tók 2,9 fráköst að meðaltali í leik, en þá lék hann með Sacramento Kings (fyrsta tímabil hans þar).

Hann endaði feril sinn hjá Orlando Magic og skoraði 3,0 stig, gaf 1,3 stoðsendingar og 0,8 fráköst a meðaltali í leik í fjórum leikjum með þeim.


Söguhornið: John Stockton

John_Stockton 

John Houston Stockton var fæddur í Spokane, í Washington, en foreldrar hans hétu Clementine Frei og Jack Stockton. Hann sótti grunnskóla í St Aloysius og var í menntaskólanum Gonzaga Prep. Þegar hann útskrifaðist þaðan fór hann ekki langt, því hann gekk í Gonzaga-háskólann, í heimabæ sínum, og skoraði 20,9 að meðaltali í leik stig á lokaári hans í skólanum.

John Stockton var valinn sextándi í nýliðavalinu árið 1984 af Utah Jazz, en áður en hann var valinn voru menn eins og Michael Jordan, Hakeem Olajuwon, Charles Barkley, Otis Thorpe og Alvin Robertson. Það tímabil (1984-1985) skoraði hann 5,6 stig í leik og gaf 5,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Tímabilið 1987-88 var hann síðan mun betri, með 14,7 stig og 13,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Á tímabilunum á milli nýliðatímabils hans og 1988 var árangurinn ekki mjög vaxandi hjá honum.

Einungis þrjú tímabil spilaði hann ekki 82 leik (1989-90: 78 leikir 1997-98: 64 leikir 1998-99: 50 leikir) en hann spilaði allan sinn feril með Utah Jazz, og var að mestu undir stjórn sama þjálfarans í NBA-deildinni.

Stockton komst í sumar inn í frægðarhöll NBA, eða Hall of Fame og var væntanlega ánægður með það. Yfir ferilinn skoraði hann 13,1 stig og gaf 10,5 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann á metið yfir flestar stoðsendingar (15,806) og í stolnum boltum (3,265), auk þess sem hann skoraði 19,711 stig á ferlinum.


Söguhornið: Larry Bird

Larry BirdLarry Bird ólst upp í litlum bæ í Indiana að nafni West Baden. Hann er fæddur þann 7. desember árið 1956. Millinafn hans er Joe (Larry Joe Bird), en ekki eru allir sem vita það.

Hann var valinn sjötti í nýliðavalinu 1978 frá Indiana State háskólanum en Boston Celtics völdu hann. Strax á fyrsta tímabili sínu varð hann yfirburðarleikmaður og frá því var hann það
alltaf.

Á nýliðatímabili sínu skoraði hann 21,3 stig, hirti 10,4 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Bird var fyrstur manna til að vinna þriggja stiga keppni en hann var með í tíu stjörnuleikjum og var í byrjunarliði í níu af þeim. Hann skoraði 21,791 stig á
ferlinum og hirti 5,695 fráköst.

 

 


Söguhornið: Earvin "Magic" Johnson

Magic JohnsonEarvin Magic Johnson var valinn fyrstur í nýliðavalinu árið 1979 af Los Angeles Lakers.

Hann var í Michigan State-skólanum í tvö tímabil, og eins og fyrr segir var hann síðan valinn númer 1.

Nýliðatímabil hans, 1979-80, skoraði hann 18,0 stig gaf 7,3 stoðsendingar og tók 7,7 fráköst að meðaltali í leik.

Earvin var yfir 2 metrar og var bakvörður sem er mjög óvenjulegt. Flestir menn yfir 2 metrar á hæð eru framherjar eða miðherjar.

Johnson var og er einn besti körfuboltamaður allra tíma, eins og allir vita en þurfti að draga sig í hlé frá körfuboltanum aðeins þrítugur eða svo vegna HIV-verunnar. Hann ætlaði að byrja aftur að leika einu ári síðar, en hætti við eftir undirbúningstímabilið.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband