Færsluflokkur: All-Star
Pierce vann skotkeppnina - Nate vann troðslukeppnina í þriðja sinn
15.2.2010 | 14:09
Framherji Boston Celtics, Paul Pierce vann nauman sigur á nýliða Golden State Warriors, Stephen Curry, í þriggja stiga skotkeppninni um helgina, en aðrir keppendur voru til dæmis Chauncey Billups, Danilo Gallinari og Channing Frye.
Nate "Krypto" Robinson var fyrsti leikmaður sögunnar til þess að vinna sína þriðju troðslukeppni. Troðslukeppnin í ár er talin sú lélegasta og óáhugaverðasta síðan árið 2002, og erum við hjá NBA-Wikipedia fullkomlega sammála því.
Enginn nema Robinson og DeMar DeRozan tróðu flott, en til dæmis Shannon Brown átti bara troðslur sem maður treður í leik, en ekki troðslukeppni.
All-Star | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lið Austursins vann Stjörnuleikinn - Wade með tvennu
15.2.2010 | 13:48
Dwyane Wade var með 28 stig, 11 stoðsendingar og 6 fráköst í 139-141 sigri Austursins á stjörnuliði Vestursins.
Dwight Howard skoraði einn þrist (1/2) og var með 17 stig og 5 fráköst. LeBron James var með 25 stig, 6 stoð-
sendingar og 5 fráköst.
Hjá Vestrinu var Steve Nash með 13 stoðsendingar, en Deron Williams átti nokkur stór troð. Í stigaskorinu hjá þeim var Carmelo Anthony hæstur með 27 stig, auk þess sem hann tók 6 fráköst.
All-Star | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýliðarnir unnu
13.2.2010 | 14:55
Nýliðaleikurinn fór fram í nótt og unnu nýliðarnir með 12 stigum, 128-140.
DaJuan Blair átti frábæran leik, skoraði 22 stig, tók 23 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Þá skoraði Tyreke Evans 26 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar, en hann var maður leiksins.
Russel Westbrook skoraði 40 stig fyrir Sophmores (leikmenn á öðru ári) en O.J. Mayo gaf 10 stoðsendingar.
All-Star | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nate Robinson vinnur troðslukeppnina samkvæmt lesendum
12.2.2010 | 21:12
35% lesenda segja Nate, 30% Shannon Brown og 25% Geralsd Wallace.
All-Star | Breytt 13.2.2010 kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)