Færsluflokkur: Landsliðið
Góður sigur á þeim hollensku
22.8.2009 | 19:40
Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann það hollenska í Smáranum fyrir andartaki. Það stoppaði ekki okkur íslendingana að þeir væru með einn núverandi NBA leikmann, Francisco Elson, einn fyrrverandi NBA leikmann og átta menn yfir 2 metrana. Þeir Elson og fyrrum NBA maðurinn Henk Norel litu ekki út eins og NBA leikmenn í dag og eftir fyrsta leikhluta stóðu leikar 24-12 íslendingum í vil.
Jón Arnór Stefánsson var einn af okkar sterkustu mönnum, en Pavel Ermolinskij átti 10 góðar stoðsendingar og 8 fráköst, auk þess að hafa skorað 7 stig. Jón var með 23 stig, og til að krydda það hirti hann 5 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig, en var með 5 villur og þurfti því að kveðja leikvöllinn umsvifalaust.
Við leiddum í hálfleik með 28 stigum, 59-31 en vörn íslendinga alveg frábær og skotnýtingin mjög góð. Hollendingar kveðja því landið með 12 stiga mistök að baki,
87-75.
Elson
Landsliðið | Breytt 24.8.2009 kl. 08:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland kemur heim með sigur frá Danmörku
19.8.2009 | 19:18
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik bar sigur á hólmi gegn Dönum í Álaborg 54-66.
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur okkar manna með 21 stig og á eftir honum kom Logi Gunnarsson með 13 stig. Páll Vilbergsson og Fannar Ólafsson gerðu 10 stigin hvor, en auk þess hirti "Paxel" 7 fráköst.
Landsliðið | Breytt 20.8.2009 kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland-Danmörk...
19.8.2009 | 17:12
...í beinni. Smellið hér.
Landsliðið | Breytt 20.8.2009 kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimamenn í Kýpur "totally" rústuðu okkur Íslendingunum:(
3.6.2009 | 20:21
Svona er boltinn, stundum tapar maður, stundum verður manni rústað, stundum vinnur
maður og stundum rústar maður hinu liðinu. Við hins vegar gerðum ekki neitt af þessum möguleikum fyrr í dag því okkur var "totally" rústað af heimamönnum. RÚV hins vegar hættu útsendingu þegar
þriðji leikhluti var búinn og leikar stóðu 65-35 heimamönnum í vil. Troðleifur eða Þorleifur var
stigahæstur Íslendinga en svo komu Jói Ólafs og Paxel á eftir honum með 8 stig hvor. Að vísu
Jón Arnór Stefánsson ekki með og er það mikill missir fyrir okkur en þá er um að ræða að hann sé upptekinn á Ítalíu að keppa með Benetton og þeir eru 2-0 undir í undanúrslitaeinvígi á móti Siena.
Svona er hins vegar hópurinn okkar hjá körlunum:
Fannar Ólafsson KR, 31árs 69 landsleikir
Fannar Helgason Stjörnunni, 25 ára enginn landsleikur
Pavel Ermolinski U.B. LA PALMA, 22 ára 5 landsleikir
Páll Axel Vilbergsson Grindavík, 31árs 84 landsleikir
Þorleifur Ólafsson Grindavík, 25 ára 9 landsleikir
Sigurður Þorvaldsson Snæfelli, 29 ára 42 landsleikir
Sigurður Þorsteinsson Keflavík, 21 árs 12 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík, 21 árs 7 landsleikir
Jón Nordal Hafsteinsson Keflavík, 28 ára 46 landsleikir
Logi Gunnarson Njarðvík, 28 ára 67 landsleikir
Magnús Þór Gunnarsson, 28 ára 64 landsleikir
Jóhann Árni Ólafsson Njarðvík, 23 ára 7 landsleikir
Landsliðið | Breytt 14.6.2009 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ísland í beinni á RÚV í dag
3.6.2009 | 14:35
Einn leikur er á dagskrá hjá íslensku liðunum á Smáþjóðaleikunum í dag. Karlalið Íslands mætir heimamönnum í Kýpur kl. 20.30 að staðartíma en það gerir 17.30 hér á Fróni. Leikurinn verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu.
Eins og margir vita sauð upp úr fyrir tveimur árum þegar Ísland var að landa sigri á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007. Því má búast við miklu fjöri í dag.
Við rústuðum Möltu 93-53 á mánudaginn en þá fór Paxel(Páll Axel Vilbergss.) mikinn
fyrir Íslendinga og á vonandi eftir að gera það aftur kl. 17.30 í dag.
Landsliðið | Breytt 14.6.2009 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)