Arroyo aftur í NBA

Carlos Arroyo hefur snúið aftur í NBA eftir eins árs vist hjá ísraelska liðinu Maccabi Tel Aviv, en þar var hann með 15,3 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Arroyo hefur átt ágætis feril í NBA, en hann skoraði 12,6 stig og gaf 5,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu 2003-04 þar sem hann var byrjunarliðsbakvörður Utah Jazz.

Síðast þegar hann spilaði í NBA var hann með Flórída-liðinu Orlando Magic, en hefur hann komist að samkomulagi við Miami Heat til eins árs, en Heat eru einnig í Flórída. Hann kemur til með að koma inn á fyrir Mario Chalmers í bakverðinum meðan Chris Quinn er meiddur.


Úrslit næturinnar

Sex leikir fóru fram í nótt og í spennu næturinnar unnu Oklahoma Thunder Steve Nash og félaga frá Phoenix, en leikurinn fór í framlengingu og var æsispennandi allan tímann.

Hawks 107-90 Bobcats
Cavaliers 111-94 Olympiacos
Magic 102-83 Grizzlies
Thunder 110-105 Suns
Bucks 96-92 Rockets
Clippers 124-117 Warriors


Leikir næturinnar - Myndbönd



Fleiri leiki er hægt að sjá hér.


Leikir næturinnar - Myndbönd


(Þessi leikur ver í gær og hér var greint frá honum en nú er myndbandið komið.)


ESPN.com: Magloire, Jerebko suspended for fight

Miami Heat center Jamaal Magloire and Detroit's Jonas Jerebko have been suspended by the NBA for their altercation in a preseason game. Magloire was penalized two games for starting the altercation and striking Jerebko in the face with 5:04 left in the...

Nuggets-Pacers var að klárast

Leikur Denver Nuggets og Indiana Pacers fór óvenjulega snemma fram, en hann var að klárast núna klukkan 14.00. Pacers unnu leikinn 126-104 og voru yfir allan tímann, en Denver komust aldrei yfir og Pacers áttu mest 26 stiga forskot. Leikur Utah Jazz og...

Haukum spáð sigri í 1. deildinni

Fyrstu deildarlið Hauka er spáð 1. sæti í deild þeirra í körfuknattleik og er mjög líklegt að svo verði, en þeir eru með ungt, gott og efnilegt lið. Einnnig eru reynsluríkir leikmenn hjá félaginu sem hjálpa þeim ungu og óreyndu leikmönnum sem streyma til...

Leikir næturinnar

Sjö leikir áttu sér stað í nótt, en í skemmtilegustu viðureigninni áttust við Chicago Bulls og Utah Jazz, en Jazz voru á heimavelli. Leikurinn fór 101-102 fyrir Bulls þar sem James Johnson skoraði sigurkörfu Bulls á lokasekúndunum. Aðrir leikir fóru...

Robin Lopez meiddur

Suns center Robin Lopez will have surgery to repair a broken bone in his left foot and is expected to miss six to eight weeks. Lopez broke his fifth metatarsal -- the long bone on the outside of his foot that connects to the little toe -- in the second...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband