Tony Parker gæti verið að fara til Knicks

Tony Parker leikmaður San Antonio Spurs gæti verið á leið til Knicks hann Parker hefur verið einn af aðall leikmönnum Spurs undanfarinn ár og unnið þrjá NBA-titla með San Antonio. ´

Parker hefur staðið sig með prýði enda ávallt gerir inná vellinum en hann er með yfir ferillinn 16,6 stig 5,6 stoðsendingar og 3,1 frákast að meðaltali í leik.

Það gæti verið leiðinlegt ef hann skilti fara frá Spurs en ef hann skildi fara þá væri það aftur á móti frábært fyrir George Hill og James Anderson sem eru báðir ungir og efnilegir bakverðir.

Anderson sem spilaði fyrir Oklahoma State háskólann í fyrra en var valinn númer 20 í seinni umferð nýliðavalsins núna í ár var frábær í fyrra með Oklahoma State en var með 22,3 stig að meðaltali enda mjög góður sóknarmaður.

 


Eddie House til Heat

Bakvörðurinn Eddie House hefur samþykkt tveggja ára samning við Miami Heat en þar spilaði hann fyrstu þrjú tímabil sín í NBA-deildinni.

Samningurinn, sem fyrr segir er til tveggja ára, gildir upp á tæpar þrjár milljónir dala.

House, sem spilaði fyrir Boston Celtics og New York Knicks á liðnu tímabili, skoraði 7,0 stig og tók tæp tvö fráköst að meðaltali í leik, svo hann ætti að vera mikill styrkur fyrir liðið.

Hann var einn af bestu leikmönnunum á bekknum hjá Boston Celtics þegar þeir mynduðu eitt besta þríeyki allra tíma með Garnett, Allen og Pierce, en það tímabil (2007-08) skoraði hann 7,5 stig og tók rúm tvö fráköst að meðaltali í leik.

Meðal annarra frétta má geta þess að tröllið Shaquille O'Neal er nálægt samningum við Boston Celtics. Þá hafa Minnesota T'Wolves látið frá sér vandræðagemlinginn Delonte West, sem þeir fengu í skiptum fyrir Ramon Sessions á dögunum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband