Allen sló met - Celtics jöfnuðu metin

ray_allenRay Allen setti niður átta þriggja stiga skot (met í lokaúrslitum) í leik Boston Celtics og Los Angeles Lakers í nótt.

Celtics unnu leikinn, 94-103, og fara því jafnir Lakers inn í þriggja leikja heimarimmu.

Allen var stigahæstur í liði Celtics með 32 stig en Rajon Rondo náði þrefaldri tvennu með 19 stigum, 12 fráköstum og 10 stoðsendingum.

Pau Gasol var stigahæstur hjá Lakers en Andrew Bynum var góður á báðum endum vallarins með 21 stig, 7 varin skot og 6 fráköst.

Stigaskor Lakers:

Gasol: 25
Bryant: 21
Bynum: 21
Farmar: 7
Artest: 6
Fisher: 6
Odom: 3
Vujacic: 3
Brown: 2

Stigaskor Celtics:

R. Allen: 32
Rondo: 19
Perkins: 12
Pierce: 10
Davis: 8
Robinson: 7
Wallace: 7
Garnett: 6
T. Allen: 2


Úrslit NBA: Lakers-Celtics (leikur 2) í kvöld

Klukkan 0:00 í kvöld (að íslenskum tíma) hefst annar leikur LA Lakers og Boston Celtics og verður sýndur beit á Stöð 2 sport með frábærri lýsingu hins magnaða Baldri Beck en Lakers unnu fyrsta leikinn, og það nokkuð stórt.

Leikskipulagið breytist þegar að úrslitunum kemur en svona er leikjunum raðað upp í fyrstu þremur umferðunum og úrslitunum:

Fyrstu þrjár:

Lið eitt: Tveir heimaleikir
Lið tvö: Tveir heimaleikir
Lið eitt: Einn heimaleikur - ef til þarf
Lið tvö: Einn heimaleikur - ef til þarf
Lið eitt: Einn heimaleikur - ef til þarf

Úrslit:

Lið eitt: Tveir heimaleikir
Lið tvö: þrír heimaleikir
Lið eitt: Tveir heimaleikir - ef til þarf


Könnun: Celtics verða meistarar

nba_finals

Samkvæmt lesendum www.nba.blog.is munu Boston Cetlics verða meistarar í NBA-deildinni. Celtics og Lakers eru nú í úrslitum deildarinnar en svona var taflan:

LA Lakers 49,0%
Boston Celtics 51,0%

Larry Brown endurnýjar við Bobcats

larry_brown

Larry Borwn sem leiddi lið Charlotte Bobcats til úrslitakeppninnar í NBA í fyrsta skiptið í sögu félagsins en var sópað út af Orlando Magic, 4-0, svo óvíst var hvort Brown myndi standa á hliðarlínu Bobcats að ári.

Philadelphia 76ers voru orðaðir við Brown en hann hefur þjálfað þá áður, frá 1997 til 2002. Hann leiddi svo Detroit Pistons til meistaratitils árið 2004 en hefur ekkert gengið mjög vel með lið sín síðan þá.

Þó hann hafi verið í viðræðum við öll þessi lið hefur Michael Jordan sagt að hann komi endi líklega uppi í Charlotte að ári en ekki er búið að gera samninginn, sem verður líklega gerður á næstu misserum.


Kobe skoraði 30 - Lakers komnir yfir

Los Angeles Lakers komust í 1-0 í nótt þegar þeir unnu Boston Celtics, 102-89 . Celics áttu aldrei roð í Lakers en Lakers komust með yfir með 20 stigum en Celtics aðeins 2. Kobe Bryant skoraði 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Lakers en...

Úrslit NBA: Lakers-Celtics í kvöld

Los Angeles Lakers taka á móti erkifjendum sínum úr Boston í kvöld en Celtics hafa unnið tvær seríur af þremur í úrslitakeppninni án þess að vera með heimavallarréttinn. Síðustu þrjú ár hafa þessi lið nú mæst tvisvar í úrslitum NBA en þau eru gömlu...

Tvífarar: Jon Barry og Sigurbjörn Hreiðarsson

Allir tvífarar...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband