Bogans til SA Spurs

Keith Bogans hefur verið fenginn til San Antonio Spurs til að fylla í skarð Bruce Bowen en Bowen lagði keppnisskóna á hilluna fyrir stuttu. Bogans sem var valinn nr. 64 í nýliðavalinu árið 2003 er fínn varnarmaður og mun gera eins árs samning við liðið nú á næstu dögum eða klukkustundum.

Bogans stóð sig með ágætum hjá Milwaukee Bucks í vetur, en þangað var honum skipt eftir hálft tímabil frá Orlando Magic fyrir Tyronn Lue, hann skoraði 5,6 stig og gaf 1,0 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili en það var hjá báðum liðum.

Aðeins hjá Bucks skoraði hann 6,0 stig, hirti 3,2 fráköst og gaf 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik, auk þess sem hann var með 93,9% vítanýtingu á síðasta tímabili.

Hann kemur til með að spila 13 mínútur í leik á móti Richard Jefferson en hann mun þá taka um 35 mínútur ef þeir eru einu sem munu deila framherjastöðunni, ef Marcus Williams fer aftur í "D-League" sem hann gerir líklega munu þeir örugglega deila henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg ótrúlega gaman að lesa þegar bæði þú/þið og jason náfrændi þinn/ykkar eruð að giska á hvað hver leikmaður fær að spila á seasoninu...

Hann mun þá líklega spila um 1 og hálfa mínútu þegar Howard þarf að fara af velli vegna þess að hann borðaði ekki nóg fyrir leik og verður því líklega þreyttur í eina og hálfa mínutu í leiknum...

Tímamælir jónsson 22.9.2009 kl. 15:33

2 Smámynd: NBA-Wikipedia

Hehe!

Hvaða Howard, enginn Howard í Spurs og ef þú talar um Dwight Howard þá er Bogans 1,96 og er SG.

NBA-Wikipedia, 22.9.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: NBA-Wikipedia

En annars... hver ertu Tímamælir?

NBA-Wikipedia, 22.9.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband