Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Felton tryggði Knicks sigur - Úrslit næturinnar

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt.

Raymond Felton tryggði New York Knicks sigur með ótrúlegum hætti á Toronto Raptors þegar þrjár sekúndur voru eftir og Knicks eru búnir að vinna sex leiki í röð og eru í sjötta sæti Austursins.

Þá skoraði Derek Fisher úr sniðskoti á lokasekúndunum í leik Los Angeles liðanna en Lakers unnu leikinn, 86-87.

Í síðasta spennutrylli næturinnar skoraði Andrew Bogut úr ótrúlegu "Alley-oop" sniðskoti úr innkasti á síðustu sekúndunni í leik Milwaukee Bucks og Indiana Pacers og tryggði Bucks sigurinn, 97-95.

Þá tókst George Karl, þjálfara Denver Nuggets ekki að vinna sinn þúsundasta NBA leik þar sem Boston Celtics unnu öruggan sigur á Karl og félögum, 105-89 en Carmelo Anthony var ekki með í leiknum.

Boston 105-89 Denver
Cleveland 83-88 Chicago
New York 113-110 Toronto
Minnesota 103-111 Oklahoma
New Orleans 93-74 Detroit
San Antonio 111-94 Golden State
Phoenix 98-104 Memphis
Utah 98-111 Miami
Sacramento 116-91 Washington
LA Clippers 86-87 LA Lakers
Milwaukee 97-95 Indiana

Knicks með sjö útisigra í röð - Úrslit næturinnar

New York Knicks unnu sinn sjöunda útisigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Toronto Raptors af velli, 99-116.

Þá unnu San Antonio Spurs auðveldan sigur á New Orleans Hornets, 109-84, þar sem Hornets náðu aldrei forystu en Spurs náðu mest 38 stiga mun.

Spurs eru með besta árangur í deildinni hingað til, 17 sigra og 3 töp en þar á eftir koma Boston og Dallas með 16 sigra og 4 töp hvort lið.

Úrslit næturinnar eru eftirfarandi:

Boston 100-75 New Jersey
Detroit 92-102 Cleveland
Oklahoma 114-109 Golden State
Denver 108-107 Memphis
Phoenix 125-108 Washington
Portland 100-91 LA Clippers
San Antonio 109-84 New Orleans
Toronto 99-116 New York

Iggy til Cavs?

Cleveland Cavaliers gætu verið að fá aðra stórstjörnu í raðir sínar, en nú hefur þeim orðrómi verið dreift Vestanhafs að Andre Iguodala gæti hugsanlega verið á leiðinni þangað.

Iguodala er 26 ára gamall og er plássfrekur í liði Philadelphia 76ers, þar sem hann spilar sömu stöðu og hinn ungi Evan Turner, og þar fyrir utan er hann ekki að skila neitt rosalegum tölum, með 14,0 stig, 5,4 stoðsendingar og 6,7 fráköst í leik, sem er langt frá hans besta en þó gott.

Svona virka skiptin undir launaþaki og eru nokkuð sanngjörn:

Cavaliers fá:
Andre Iguodala
Jason Kapono

76ers fá:
Christian Eyenga
Antawn Jamison
Daniel Gibson

*Þó er ekki líklegt að skiptin verði í þessari mynd ef þau gerast, þar sem Sixers eru t.d. með tvo góða framherja fyrir.

Gengi 76ers hefur ekki verið nærri því nógu gott hingað til og veitir þeim ekkert af því að hrista aðeins upp í leikmannahópnum og reyna að endurbyggja liðið, til dæmis að fá sér einhvern almennilegan miðherja fyrir Spencer Hawes og einhvern úr þessu fjögurra manna framherjateymi þeirra.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband