Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Hvenær ætlar Bron að fullorðnast?


"Black mamba" orðinn 31 árs

Ætli Kobe fái liðið sem hann gaf pabba sínum til baka í afmælisgjöf?...


ESPN.com: Robinson wants to be a Knick

Fram kemur á vefsíðu ESPN.com að Nate Robinson vilji vera Knicks maður þrátt fyrir að hafa verið handtekinn, hann sé samningslaus og fáir vilja fá hann. Þetta var í rumor central, en allir orðrómar koma þar fram.


Tvífarar: Tinni og Páll Axel

 

Góður sigur á þeim hollensku

Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann það hollenska í Smáranum fyrir andartaki. Það stoppaði ekki okkur íslendingana að þeir væru með einn núverandi NBA leikmann, Francisco Elson, einn fyrrverandi NBA leikmann og átta menn yfir 2 metrana. Þeir Elson og fyrrum NBA maðurinn Henk Norel litu ekki út eins og NBA leikmenn í dag og eftir fyrsta leikhluta stóðu leikar 24-12 íslendingum í vil.

Jón Arnór Stefánsson var einn af okkar sterkustu mönnum, en Pavel Ermolinskij átti 10 góðar stoðsendingar og 8 fráköst, auk þess að hafa skorað 7 stig. Jón var með 23 stig, og til að krydda það hirti hann 5 fráköst. Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig, en var með 5 villur og þurfti því að kveðja leikvöllinn umsvifalaust.

Við leiddum í hálfleik með 28 stigum, 59-31 en vörn íslendinga alveg frábær og skotnýtingin mjög góð. Hollendingar kveðja því landið með 12 stiga mistök að baki,
87-75.


Elson


A.I. til Bobcats - Mad dog látinn laus

Allen Iverson hefur gert samkomulag við Charlotte Bobcats um að semja við liðið, en hann mun ekki semja fyrr en í næstu viku. Iverson hafði verið í viðræðum við önnur lið undanfarna daga, til dæmis Philadelphia 76ers, Memphis Grizzlies, NY Knicks og Miami Heat. Iverson var ekki sami undradrengurinn í fyrra og hann hefur verið síðustu 13 árin. Bobcats hafa verið líklegastir um að fá hann síðan í júní og getur það verið góð tilbreyting fyrir þennan smáa skotbakvörð að ganga til liðs við Bobcats, þar sem þjálfari þeirra, Larry Brown þjálfaði Iverson í dágóðan tíma og Michael Jordan er við stjórnborð liðsins og gæti því hjálpað A.I.


Iverson að troða í fésið á Juwan Howard.

LA Clippers hafa rekið litríka miðherjann sinn Mark Madsen, en Madsen er með frábæran móral og lið geta nú beitt klóm til að ná í leikmanninn.


Ógeð Ársins


Brandon Roy treður yfir hinn 2,27 cm háa Yao Ming.

Nate Robinson í troðslukeppninni, yfir D12.


Jabbar mun taka við af Jackson

Komið er í ljós að Kareem Abdul-Jabbar muni taka við í þjálfarastarfi LA Lakers af Phil Jackson, en Jackson mun ekki duga lengur en komandi tímabil enda Jackson fæddur 1945 eða rétt að verða 64 ára í september.

Jabbar hefur ekki verið yfirþjálfari áður, en hann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari Lakers og gert til dæmis Andrew Bynum að frábærum leikmanni.


T.v. Earvin Johnson, t.h. Abdul-Jabbar.


Jabbar, sem aðstoðarþjálfari LA Lakers.


Odom gefur út "LA for ever" boli

ept_sports_nba_experts-400323846-1250880128 


Topp 10 varin skot tímabilsins 08-09


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband