Jefferson skipt til San Antonio

Richard Jefferson, fyrrverandi leikmaður Milwauke Bucks fór fyrir stuttu til San Antonio Spurs fyrir miðherjana Kurt Thomas og Fabricio Oberto og framherjann Bruce Bowen. Allir eru þeir yfir þrítugt en Thomas er 37 ára, Oberto 34 ára og Bowen 38. Bowen hefur síðustu ár verið að dekka menn eins og LeBron James og Carmelo Anthony en nú er hann orðinn gamall og fær ekki að spila eins og hann gerði fyrir þremur árum. Oberto kom seint inn í deildina eða 30 ára að aldri en Thomas var nokkuð mikilvægur fyrir spurs  á síðasta tímabili.

,,Takk fyrir að gefa mér kost á að komast inn í Spurs-fjölskylduna``sagði Bowen en hann þakkar öllum sem hafa verið í kringum Spurs-liðið innilega. Bowen vann 3 titla með Spurs og var stór partur af titlinum 2007 en þá dekkaði hann LeBron James.

Jeffersn hefur íhugað að komast í betri lið en hann byrjaði ferilinn hjá New Jersey Nets og fór í skiptum til Bucks og nú til Spurs. Hann var með 19,6 stig og 4,6 fráköst að meðaltali í leik á síðasta leiktímabili.

Hins vegar telst þetta sem þriggja liða skipti þar sem Detroit Pistons blönduðu sér inn í þetta og fengu Fabrico Oberto fyrir Amir Johnson og Johnson spilar með Bucks á næsta tímabili.

Jefferson með bandaríska landsliðinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband