Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Nate Robinson vinnur troðslukeppnina samkvæmt lesendum

Samkvæmt lesendum www.nba.blog.is mun bakvörðurinn Nate Robinson vinna troðslukeppnina.
35% lesenda segja Nate, 30% Shannon Brown og 25% Geralsd Wallace.
Gerald Wallace 25,0%
Shannon Brown 30,0%
Eric Gordon 0,0%
DeMar DeRozan 10,0%
Nate Robinson 35,0%

Nate Robinson
Þá er það Vesturdeildin sem á að vinna Stjörnuleikinn (samkvæmt lesendum) en 43,8% segja Austrið en 56,2% Vestrið.
East 43,8%
West 56,2%

Úrslit næturinnar

Úrslit næturinnarDenver 92 - 111 San Antonio
Cleveland 115-106 Orlando

George Hill bjargaði leik San Antono Spurs gegn Denver Nuggets, en Tony Parker er meiddur svo að Hill er í byrjunarliðinu.


Dagskrá Stjörnuhelgarinnar

All-Star Dallas 2010Við á NBA-Wikipedia (www.nba.blog.is) ætlum að skella okkur á Stjörnuleikinn í Dallas. Við munum væntanlega setja inn myndbönd af leiknum troðslukeppninni og þriggja stiga skotkeppninni.
Við verðum ekki á nýliðaleiknum, en ákveðinn starfsmaður okkar fór klukkan 17:00 í dag til Boston og mun gista þar í eina nótt og fljúga síðan til Dallas og koma þangað á morgun (föstudag).

Föstudagur
Fyrst á morgun verður haldinn fögnunarleikur helgarinnar (00:00 á ísl. tíma). Síðan klukkan 2:00 á okkar tíma verður Nýliðaleikurinn, en þar eigast við nýliðar og leikmenn á öðru ári (Sophmore).

Klukkan 3:00 verður síðan haldinn Stjörnuleikur neðri deildar NBA (NBA D-League). Allt þetta verður haldið í AMerican Airline Center nema D-League hátíðin.

Laugardagur
Haldinn verður leikur að nafni H-O-R-S-E (kl. 00:00 í All-Star Jam Session) en það er A-S-N-I hérna heima. Klukkan 1:30 verður Haier Shooting Stars keppnin haldin.

Síðan verður Hraðakeppnin (Skills Challenge) haldin, en Derrick Rose vann hana í fyrra. Klukkan 1:30 á okkar tíma verður þriggja stig keppnin haldin í American Airlines Center. Svo verður troðslukeppnin eftir skotkeppninni.

Sunnudagur
Eini viðburður sunnudagsins er Stjörnuleikurinn sjálfur, NBA All-Star Game. Hann hefst klukkan 1:00 hér heima og við munum eins og fyrr segir koma með myndbönd frá honum.

Keppendur í Hraðakeppninni
Leikmaður, lið

StaðaHæðÞyngd
Brandon Jennings, MilwaukeeG6-1169
Steve Nash, PhoenixG6-3195
Derrick Rose, ChicagoG6-3190
Deron Williams, UtahG6-3207

Úrslit næturinnar - Gasol með annan stórleikinn

Odom og Gasol áttu báðir stórleik í nóttStjörnumiðherjinn Pau Gasol átti annan stórleikinn í nótt, en hann skoraði 22 stig, varði 5 skot, gaf 4stoðsendingar og tók 19 fráköst í leik Lakers og Jazz.

Lakers unnu eikinn með 15 stigum, en þeir hafa verið án Kobe Bryant undanfarið.

Þá unnu Charlotte Bobcats spennandi eins stigs sigur á Minnesota Timberwolves, en Charlotte standa nú í 6.-7. sæti í austrinu.

Bobcats náðu forystu snemma leiks, en baráttuglaðir leikmenn T´Wolves héldu áfram að berjast. Leikurinn endaði eins spennandi og hann gat orðið, 92-93, fyrir Bobcats.

Á sama tíma töpuðu Boston Celtics fyrir New Orleans Hornets, en nýliðinn Darren Collinson skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Einnig tapaði hann 10 boltum, en hann er alltaf að læra. Leikurinn fór 93-85 fyrir Hornets.

Atlanta 76 Miami 94
Toronto 104 Philadelphia 93
Detroit 97 Sacramento 103
New Jersey 77 Milwaukee 97
New Orleans 93 Boston 85
Minnesota 92 Charlotte 93
Chicago 87 Orlando 107
Phoenix 101 Portland 108
Utah 81 LA Lakers 96
Golden State 132 LA Clippers 102

D12 með flestar troðslur

Dwight HowardHingað til hefur miðherji Orlando Magic, Dwight Howard, troðið oftast í NBA-deildinni, eða 109 sinnum.

Það gera u.þ.b. 2 troðslur að meðaltali í leik, en fyrir aftan Howard eru þeir Amaré Stoudemire (104) og Andrew Bynum (88).

LeBron "King" James er búinn að troða 81 sinni á tímabilinu, en hefur haft hægt um sig í troðslubransanum þetta tímabilið.


Úrslit næturinnar - Cavs með 12 í röð

Shaq, LBJ23 og Mo-WillCleveland Cavaliers hafa unnið 12 leiki í röð í NBA-deildinni. LeBron James hefur skorað 117 stig í 4 leikjum í þessum mánuði, en þrír leikir hafa verið yfir 30 stig í mánuðinum hjá honum.

Mo Williams er hins vegar meiddur, en menn eins og Anderson Varejo og Daniel Gibson hafa stigið mikið upp í fjarveru hans. Einnig eru Delonte West og Leon Powe meiddir hjá liðinu.

Charlotte 94 Washington 92
Cleveland 104 New Jersey 97
Indiana 101 Chicago 109
Philadelphia 119 Minnesota 97
New York 114 Sacramento 118
Miami 99 Houston 66
Memphis 94 Atlanta 108
Milwaukee 81 Detroit 93
Denver 127 Dallas 91
Portland 77 Oklahoma City 89
LA Clippers 99 Utah 109

Úrslit næturinnar - Carter með stigamet sitt á tímabilinu

Pau Gasol
Pau Gasol

Vince Carter setti stigamet sitt á þessu tímabili með því að skora 48 stig í leik Orlando Magic og New Orleans Hornets í nótt. Unnu Magic-menn leikinn með sex stigum, 123-117.

Pau Gasol átti stórleik í nótt gegn SA Spurs þegar hann skoraði 21 stig, reif niður 19 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

Golden State 117-127 Dallas
Orlando 123-117 New Orleans
Los Angeles Lakers 101-89 San Antonio


Roy ekki með í All-Star leiknum vegna meiðsla

Chris KamanSkotbakvörðurinn Brandon Roy verður ekki með í Stjörnuleiknum á sunnudaginn nk vegna meiðsla, en í stað hans kemur miðherji Los Angeles Clippers, Chris Kaman.

Kaman er með 20,2 stig og 9,0 fráköst að meðaltali í leik en auk þess er hann að verja 1,3 skot að meðaltali í leik.


Foster úr leik

Jeff FosterMiðherji Indiana Pacers, Jeff Foster, mun gangast undir bakaðgerð í næstu viku og er því búinn á þessu tímabili.

Það verður mjög sárt fyrir Pacers að missa hann, en hann er að gera 3,1 stig og taka 5,1 frákast að meðaltali í leik.

Foster getur verið mjög klaufskur, en hann er mjög sterkur undir körfunni og er mikilvægur fyrir liðið.

Hann hefur allan feril sinn leikið með Indiana Pacers og hefur spilað í sjö úrslitakeppnum með þeim, en aldrei unnið titil.

 


Úrslit næturinnar

Toronto 115-104 Sacramento
Boston 89-96 Orlando

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband