Jianlian til Wizards

yi_jianlian

New Jersey Nets sendu í gær framherjann Yi Jianliian til Washington Wizards og fengu fyrir hann Quinton Ross sem var með 1,8 stig og 0,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu með Dallas Mavs og Wizards.

Nets losa sig þar við þó nokkurn pening úr launaþakinu og geta boðið samningslausum leikmönnum 30 milljónir dala í laun.

Yi skoraði 12,0 stig iiog tók 7,2 fráköst að meðaltali í leik á nýliðnu tímabili.


Tvífarar: Marco Belinelli og Rambo

marco_belinelli-rambo

Allir tvífarar...


Wolves setja miðið á Gay

Rudy Gay á leiðinni til T'Wolves?

Stjörnuframherji Memphis Grizzlies, Rudy Gay, er laus undan samningi í sumar og Minnesota Timberwolves eru á höttunum á eftir leikmanninum.

Timberwolves voru orðaðir við Gay á síðasta ári en þá var um að ræða leikmannaskipti, Ricky Rubio fyrir Gay, sem er frekar ólíklegt að Grizzlies taki, því Rubio hefur enga reynslu af NBA og enginn veit hvernig hann mun standa sig.

Gay skoraði 19,6 stig og tók 5,9 fráköst að meðaltali í leik á tímabilinu en hann hefur tekið rosalegum framförum síðan hann hóf NBA-feril sinn árið 2006.


Rasheed hættur - Iverson mættur

rasheed_wallace 

Leikmaður Boston Celtics, Rasheed Wallace, er formlega hættur í NBA eftir 15 tímabil á nokkuð skemmtilegum ferli.

Wallace vann einn titil með Detroit Pistons og allt benti til þess að hann myndi vinna annan nú fyrir stuttu með Celtics en tapaði í oddaleik gegn LA Lakers.

 

allen_iverson

Allen Iverson hefur hafist handa við æfingar og ætlar að gera aðra tilraun til að komast í gömul spor, þ.e.a.s. að verða stórstjarna.

Iverson byrjaði með Memphis Grizzlies á liðnu tímabili en skipti yfir í Philadelphia 76ers þar sem hann tilkynnti undir lok tímabils að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna.


Nýliðaval NBA: Leikmannaskipti

Nokkur leikmannaskipti hafa verið í kringum nýliðaval NBA og hér að neðan koma þau: Washington Wizards skiptu Lazar Hayward og Nemanja Bjelica til Minnesota Timberwolves og fengu í staðinn Trevor Booker (23. valrétt) og Hamady Ndiaye. Indiana Pacers...

Nýliðaval NBA: Wall valinn fyrstur

Nýliðaval NBA-deildarinnar fór fram í gærkvöldi og eins og ætlast var til var John Wall valinn fyrstur af Washington Wizards. Annan valrétt áttu Philadelphia 76ers og tóku þeir skotbakvörðinn Evan Turner sem kemur frá Ohio State-háskólanum. New Jersey...

Tvífarar: Marcus Banks og Tony Parrish

Allir tvífarar...

Nýliðavalið í kvöld: Spá um fyrstu fjórtán

Nýliðaval NBA fer fram í kvöld og hefst klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Hér er spá um fyrstu fjórtán völin: 1 Washington John Wall 2 Philadelphia Evan Turner 3 New Jersey Derrick Favors 4 Minnesota Wesley Johnson 5 Sacramento DeMarcus Cousins 6 Golden...

Dalembert til Kings - Bucks fengu Maggette

Samuel Dalembert mun spila fyrir Sacramento Kings á komandi tímabili en honum var skipt þangað fyrir Spencer Hawes og Andres Nocioni. Nocioni gæti verið mikill fengur fyrir Sixers en hann mun líklega koma inn á fyrir Thaddeus Young í framherjanum og þá...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband